is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32787

Titill: 
  • Hefur íþróttaþátttaka í skipulögðu íþróttastarfi góð áhrif á geðheilsu unglinga?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Geðheilsa unglinga er áhyggjuefni hér á landi en rannsóknir sýna að henni fer versnandi. Rannsóknir og greining hafa í mörg ár staðið fyrir rannsóknum á högum og líðan unglinga. Notast verður við gögn frá árinu 2016 til að greina hvaða þættir hafa áhrif á geðheilsu unglinga í 8.-10. bekk. Tilgangurinn með þessari rannsókn er að greina sambandið á milli íþróttaiðkunar hjá skipulögðu íþróttastarfi og geðheilsu ásamt því að skoða áhrif annarra þátta í félagsveruleika unglinga. Þessir þættir eru kyn, aldur, fjárhagsstaða fjölskyldu, heimilisaðstæður, stuðningur foreldra, áfengisneysla og reykingar. Annars vegar verður skoðuð geðheilsa unglinga út frá þunglyndiseinkennum og hins vegar út frá einkennum ofbeldishneigðar, þar sem unglingi langaði að mölva hluti eða fékk reiðiköst. Þetta er mikilvægt þar sem slæm geðheilsa getur komið fram með mismunandi hætti hjá unglingum. Notast var við aðhvarfsgreiningu og gögnin keyrð í gegnum tölfræðiforritið SPSS. Niðurstöðurnar sýndu að íþróttaiðkun dregur úr einkennum þunglyndis hjá unglingum. Stúlkur eru líklegri til að hafa einkenni þunglyndis en strákar og því eldri sem unglingarnir voru því líklegri voru þeir til að vera með einkenni þunglyndis. Ekki var hægt að fullyrða um samband á milli íþróttaiðkunar og ofbeldishneigðar. Að sama skapi var ekki hægt að sjá mun á kynjunum á einkennum ofbeldishneigðar, en strákar ættu að hafa hærra hlutfall á þessari breytu út frá fyrri rannsóknum. Góð geðtengsl við foreldra leiddu til færri einkenna þunglyndis og ofbeldishneigðar. Skilnaður foreldra og slæm fjárhagsstaða fjölskyldu leiddi til fleiri einkenna þunglyndis, eins leiddi slæm fjárhagsstaða til meiri ofbeldishneigðar. Þeir unglingar sem neyttu áfengis eða reyktu voru líklegri til að upplifa einkenni þunglyndis og ofbeldishneigðar.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32787


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
[Untitled].pdf151.46 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Hefur íþróttaþátttaka í skipulögðu íþróttastarfi góð áhrif á geðheilsu unglinga_Sóllilja Bjarnadóttir.pdf480.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna