Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32788
Áhugi á fótbolta eða knattspyrnu er gríðarlegur hér á landi. Ensk knattspyrna er sýnd í sjónvarpinu um allar helgar og er áhuginn mikill og þeir sem fylgjast með eiga flestir sitt uppáhaldslið. Í þessari rannsókn var athugað hvort að íslendingar horfi á stuðning sinn við erlend lið eins og trúarbrögð. Einnig var athugað hvað það væri sem hafði áhrif á það hvaða liði var haldið með þegar kom að stuðningi við erlend fóboltalið. Síðan var athugað hvort að íslendingar líti á stuðning sinn við þessi ensku lið sem trúarbrögð. Var gerð eigindleg rannsókn og voru tekin viðtöl við fimm einstkalinga, sem öll áttu það sameiginlegt að fylgjast með enskum fótbolta og eiga sér sitt uppáhaldslið þar í landi. Fjölskyldan spilaði stóran þátt hjá viðmælendum þegar kom að þvi hvaða liði fólk byrjaði að styðja sem börn og var Liverpool það lið sem að flestir héldu með. Af þeim sem var talað við sáu meirihlutinn stuðning sinn ekki sem trúarbragð en sögðu að þetta væri trúarbrögð hjá mörgum sem að þau þekktu, þá ekki bara fótbolti heldur körfubolti líka. Helsu ályktanir voru þær að íslendingar horfa ekki á stuðning sinn sem trú og hafa ekki sömu tengingu við liðin og þeir sem búa í borgunum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Er fótbolti trú.pdf | 691.91 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfilýsingpdf.pdf | 18.6 MB | Lokaður | Yfirlýsing |