is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32789

Titill: 
  • „. . . svo miklar drossíur“ : Silver Cross barnavagnar - saga, menning og fortíðarþrá í íslensku samfélagi á 20. og 21. öld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um Silver Cross barnavagna og þá sögu, menningu og fortíðarþrá sem virðist ríkja í tengslum við þá. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð við gagnasöfnun þar sem viðtöl voru tekin við fjórar konur sem allar eiga það sameiginlegt að eiga Silver Cross barnavagn. Margar konur upplifa sterk tilfinningaleg tengsl við sína vagna og geta ekki hugsað sér að selja þá. Efnislegir hlutir, eins og Silver Cross barnavagnar, eru hluti af upplifun okkar og tilveru en verða síðar hlutgerðar minningar sem geyma sögur af liðinni tíð. Þeir geta einnig hreyft við okkur tilfinningalega og fært okkur í huganum samstundis til fortíðar. Margir eiga fallegar minningar frá því þeirra eigin börn voru í vagni og hugsa oft til liðinna tíma þar sem fortíðin lifir í minningum sem mega ekki gleymast. Þeir eru ákveðið stöðutákn í samfélaginu vegna þess að í gegnum tíðina hafa slíkir vagnar öðlast aðdáun og eftirtekt, þeir eru traustir, eldast vel og hafa öðlast virðingu. Þeir eru margir hverjir sérstaklega fallegir og auðvelt er að hrífast af þeim. Vagn getur tilheyrt sömu fjölskyldu, kynslóð fram af kynslóð, og því getur sagan sem honum fylgir verið áhugaverð. Sú menning sem virðist vera ríkjandi hjá eigendum Silver Cross vagna svipar mjög til þeirrar menningar sem ríkir innan fornbílaáhugamanna og má þar einnig finna hliðstæðu í orðræðu.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32789


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Thelma Björgvinsdóttir BA ritgerð 2019.pdf436,63 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Lokaverkefni yfirlýsing.pdf302,76 kBLokaðurYfirlýsingPDF