en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3279

Title: 
 • Title is in Icelandic Rannsóknir á BRCT hneppi DNA lígasa í Escherichia coli
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  DNA lígasa er að finna í öllum lífverum sem þekktar eru, hlutverk þeirra er að líma saman
  DNA þætti við eftirmyndun erfðaefnisins og DNA viðgerðir. Lígasar eru flokkaðir eftir því
  hvaða fylgiþátt þeir nota en fylgiþátturinn er ýmist ATP eða NAD+ . Einungis raunbakteríur
  notast við NAD+ sem fylgiþátt, heilkjörnungar og fornbakteríur notast við ATP. Í öllum
  NAD+ háðum lígösum, sumum ATP háðum lígösum og ýmsum próteinum heilkjörnunga sem
  taka þátt þátt í DNA viðgerðum og/eða stjórn á frumuhringnum, er að finna BRCT hneppi.
  BRCT hneppið fannst fyrst í æxlisbæligeninu BRCA1 og dregur BRCT hneppið nafn sitt af
  því. Hlutverk og bygging BRCT hneppisins í ATP háðum lígösum og ýmsum próteinum
  heilkjörnunga hefur verið mikið rannsakað og er nokkuð vel skilgreint. Mjög lítið er hins
  vegar vitað um BRCT hneppi NAD+ háðra lígasa og hlutverk þess. Markmið þessa verkefnis
  var að reyna að finna og bera kennsl á hugsanleg prótein sem bindast BRCT hneppi lígasa A í
  E. coli með því að nota ónæmisfellingu og 2D blue native/SDS-PAGE. Ekki tókst að finna
  neitt prótein sem binst BRCT hneppi DNA lígasa A og er frekari rannsókna þörf til að greina með fullri vissu hvort slíkt prótein sé að finna.

Accepted: 
 • Jan 29, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3279


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Marteinn_Thor_Snaebjornsson_fixed.pdf2.71 MBOpenHeildartextiPDFView/Open