en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32790

Title: 
 • Title is in Icelandic Kynjakvótar í íslensku atvinnulífi: Hverju hafa þeir áorkað?
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Í eftirfarandi ritgerð er leitast við að skoða og skýra helstu sjónarmið varðandi kynjakvóta í atvinnulífinu. Litið er til lagasetningar og sögulegrar þróunar frá því lagafyrirmæli á þessu sviði voru fyrst innleidd í Noregi og skömmu síðar á Íslandi. Sýnt er fram á að atvinnulífið hefur tekið hinu nýja lagaumhverfi vel. Óhætt er að segja að svör atvinnulífins hafi verið bæði betri og skjótari en nokkurn grunaði, en eins og vænta má voru þessi afskipti löggjafans umdeild og áttu þau sér langan aðdraganda í opinberri umræðu hér sem annarsstaðar.
  Litið er á helstu staðreyndir og vísbendingar út frá tölfræðigögnum sem fyrir liggja eftir viðamiklar rannsóknir undanfarna áratugi. Mjög er litið til áhrifa mismunandi menntunarstigs á möguleika til ráðningar og í framhaldinu stöðuhækkunar. Nokkrar vísbendingar eru alltaf uppi um að atvinnulífið leiti í sína eigin farvegi í meðhöndlun og úrlausn viðfangsefna sem snerta persónulega möguleika til framgangs í starfi út frá kynjasjónarmiðum samhliða mati á menntun.
  Mikil tölfræði er aðgengileg þeim sem vill skoða þessi og skyld viðfangsefni. Starfinu er hvergi nærri lokið. Þess vegna er svo mikilvægt að staðreyndum sem draga má fram í dagsljósið með rannsóknum sé haldið til haga og þeim komið á framfæri í opinberri umræðu.

Accepted: 
 • May 8, 2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32790


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Kynjakvótar_Ingibjörg Karlsdóttir Tilbúið.pdf943.62 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Yfirlýsing Ingibjörg.pdf1.77 MBLockedYfirlýsingPDF