Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32792
Í þessari ritgerð verða færð rök fyrir því að áhrifavaldar skapi gerviþarfir fyrir neytendur og ýti undir neysluhyggju. Markmið ritgerðarinnar er að skoða hvernig þeim tekst þetta og eru tvær kenningar kynntar sem mögulega útskýra hvernig þessi gerviþarfasköpun virkar; einhliða sambönd og utanveltuótti. Einhliða samband er þegar einstaklingur hefur blekkta sýn á samband sitt við fjölmiðlastjörnu og það er því í raun aðeins einhliða. Utanveltuótti er víðtækur kvíði um að aðrir gætu verið að upplifa gefandi aðstæður á meðan aðilinn er fjarverandi. Stíll ritgerðarinnar er innblásin af gagnrýnni kenningu Frankfurtarskólans, en þaðan kemur lykilhugtak ritgerðarinnar: gerviþarfir. Gerviþarfir vísa til óraunverulega þarfa sem menningin skapar fyrir manninn. Þessar gerviþarfir leiða einstaklinginn í vítahring, þar sem hann stöðugt leitast við að svala fjöldaframleiddum gerviþörfum sem hvetja hann til neyslu. Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að áhrifavaldar skapa gerviþarfir hjá neytendum og vegna utanveltuótta og einhliða sambandsins sem neytendur eru í með áhrifavöldum láta þeir eftir þessum gerviþörfum og kaupa vörur. Þetta hefur haft alvarlegar afleiðingar fyrir umhverfið og ljóst er að mannfólkið þarf að gera róttækar lífstílsbreytingar strax í dag.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_ritgerd_hannagests.pdf | 426,58 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlysing.pdf | 431,55 kB | Lokaður | Yfirlýsing |