is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32796

Titill: 
  • IFRS 16: Reikningshaldsleg meðferð leigusamninga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um nýjan reikningsskilastaðal um leigusamninga, IFRS 16, og þær breytingar sem staðallinn mun hafa á reikningsskil leigusala og leigutaka. Nýtt regluverk tók við af eldri reikningsskilastaðli, IAS 17, frá og með reikningsskilatímabili sem hófst 1. janúar 2019 eða síðar. Markmið staðalsins er einna helst að auka gagnsæi og samanburðarhæfni í reikningsskilum ásamt því að gefa gleggri mynd af fjárhagsstöðu fyrirtækja. Helstu breytingarnar sem upptaka staðalsins hefur í för með sér snúa að leigutökum en þeim er nú skylt að færa bæði fjármögnunar- og rekstrarleigusamninga í efnahagsreikning, áður höfðu rekstrarleigusamningar verið utan efnahagsreiknings.
    Upptaka staðalsins mun hafa áhrif á þau félög sem innleitt hafa alþjóðlega reikningsskilastaða. Staðlarnir koma til með að hafa mótandi áhrif á lög um ársreikninga og má því vænta að þessar kröfur muni einnig eiga við um félög sem gera reikningsskil sín í samræmi við íslensk ársreikningalög.
    Helstu niðurstöður eru að IFRS 16 setur fram heildstætt líkan þar sem allir leigusamningar eru færðir í efnahagsreikning að undanskildum þeim samningum sem falla undir undanþáguákvæði staðalsins. Leigutaka ber að eignfæra nýtingarrétt af leigueign með samsvarandi mótbókun á leiguskuld í efnahagsreikningi. Upptaka IFRS 16 mun hafa víðtæk áhrif á fjárhagslegar niðurstöður og kennitölur í ársreikningum og uppgjörum fyrirtækja.

Samþykkt: 
  • 8.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32796


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IFRS 16.pdf925.85 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf284.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF