is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/3280

Titill: 
  • Hvernig opinber stjórnsýsla breytist. Frá Pappírs Pésa til Tölvu Tóta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að skoða hvernig breytingar verða hjá stjórnsýslu frá pappírssamfélagi yfir til upplýsingasamfélags, hvernig eru ákvarðanir teknar um þær. Lýst er raunhæfum dæmum innan stjórnsýslunnar um slíkar breytingar varðandi afgreiðslu og þjónustu við borgarana og þau tengd kenningum um ákvarðanatöku. Einnig er skoðuð sett stefna stjórnvalda um rafræna stjórnsýslu, og hvernig henni er fylgt eftir. Beitt var eigindlegum rannsóknaraðferðum við rannsóknina og stuðst við sígildar kenningar um ákvarðanatöku og breytingar Helstu niðurstöður eru þær að breytingar frá pappírssamfélagi yfir í rafrænt umhverfi voru óhjákvæmilegar þar sem umfang þjónustu og afgreiðslu jókst í sífellu og samtímis varð meira framboð á ýmsum tæknilausnum og nýjungum. Tölvu- og vinnslukerfi sem tekin hafa verið í notkun eru í sífelldri framþróun. Starfsfólk innan stjórnsýslu hafði sjálft mikinn áhuga fyrir því að laga vinnubrögð að nýjum siðum og naut einnig stuðnings yfirmanna til að koma á breytingum. Lagaumhverfi hefur verið aðlagað til að það hamli ekki notkun rafrænnar afgreiðslu. Stefna ríkisstjórnar um að Ísland skuli verða í fremstu röð ríkja um upplýsingasamfélag var skoðuð og komist að þeirri niðurstöðu að sú stefna sé ekki að takast í reynd. Ísland hefur lækkað á samanburðarlistum við önnur ríki sem er nokkur þverstæða við þá staðreynd að almenn tölvueign, tölvunotkun og tölvufærni er mikil á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 20.10.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/3280


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Solveig_Eiriksd_Forsida_fixed.pdf9.54 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Solveig_Eiriksd_fixed.pdf921.81 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna