is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32803

Titill: 
  • ,,Lögreglan er sú eina sem skilur lögregluna". Upplifun íslenskra lögreglumanna á vinnustaðamenningunni.
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hugtakið lögreglumenning hefur lítið verið rannsakað og engin ein skilgreining hefur verið sett fram af því. Markmið þessarar rannsóknar var að skoða lögreglumenninguna á Íslandi og hver viðhorf lögreglumanna eru á henni. Í rannsókninni verður fjallað um þá helstu fræðimenn sem hafa lagt fram skilgreiningu á hugtakinu lögreglumenning og kafað verður dýpra í fyrri rannsóknir, bæði íslenskar og erlendar. Áhersla var lögð á að kanna hver einkenni íslenskrar lögreglumenningu er og hvort hún sé frábrugðin erlendum menningum. Við framkvæmd rannsóknar var eigindlegri aðferð beitt þar sem tekin voru hálfstöðluð viðtöl við átta íslenska lögreglumenn. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að viðhorf lögreglumanna til vinnustaðamenningarinnar er mjög jákvæð þar sem góður starfsandi og samvinna virtist einkenna menninguna. Sýndu niðurstöður þó einnig fram á neikvæða birtingarform menningarinnar þrátt fyrir að lögreglumennirnir tengdu þau birtingarform ekki við menninguna sjálfa. Lögreglustéttin virðist vera íhaldssöm og stjórnast enn af karlaveldi. Lögreglukonur þurfa að sanna sig meira í starfi en karlar og ekki treyst fyrir öllum hlutverkum starfsins. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar kom í ljós að mikiðálag er í starfinu en voru viðmælendur bjartsýnir á að komandi kynslóð nýti sér þau sálrænu úrræði sem standa til boða betur en sú gamla. Ljóst var að lögreglan lítur á sig sem eina stóra fjölskyldu og upplifðu nokkrir félagslega einangrun frá samfélaginu. Viðhorf samfélagsins til lögreglunnar var að mati lögreglumannanna mjög jákvætt og upplifa þeir ekki fjandsemi frá almenningi.

Samþykkt: 
  • 9.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32803


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA ritgerðin.pdf608.79 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing lokaverkefni.pdf432.8 kBLokaðurYfirlýsingPDF