is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32805

Titill: 
  • Framandi nágranni. Ímyndir Grænlands á 18., 19. og 20. öld.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður litið á ferðasögur Íslendinga sem lögðu leið sína til Grænlands, frá miðri 18. öld og fram yfir miðja 20. öld. Á þessu tiltölulega langa skeiði áttu sér stað hægfara breytingar á stöðu þjóðanna beggja á alþjóðavísu. Eftir 1750 fór Ísland að færast nær miðju í menningarumræðu Evrópu á meðan Grænland stóða í stað allt fram að 20. öld. Markmiðið er að greina hugmyndirnar sem birtist í skrifum íslenskra karla sem sækja landið heim. Kannað verður hvernig höfundar spegla sjálfan sig, sína þjóðarsjálfsmynd á þessum slóðum. Færð verða rök fyrir því að á Grænlandi hafi Íslendingar skilgreint og staðsett þjóðarsjálfsmynd sína gagnvart hinni menningar- og stjórnvaldslegu miðju Evrópu. Með þessari nálgun er vonast til þess að öðlast megi dýpri skilning á þjóðarsjálfsmynd Íslendinga.
    Notast verður verður við almennar aðferðir sem beitt er innan sagnfræðinnar við að rannsaka hugmyndir sem birtast á síðum ferðasagnanna. Ásamt þeim verður notast við kenningar og aðferðir ímyndafræða (e. Imagology) og hugmyndir sem hafa sprottið innan svokallaðra eftirlendufræða (e. Post-Colonial Studies). Miðja og jaðar, við og hinir, valdahlutföll og annarleiki (e. otherness eða altereity) eru grundvallarhugtök í slíkum rannsóknum og þau verða einnig höfð ofarlega í huga hér í þessari ritgerð. Sömuleiðis verður leitað í smiðju þeirra fræðimanna sem hafa rannsakað orðræðu sem beinist að svæðum sem staðsett eru í norðri og hinu svokallaða ysta norðri.

Samþykkt: 
  • 9.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32805


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. Ritgerð_Georg Gylfason_Lokaskjal.pdf472.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing_Georg Gylfason.pdf472.19 kBLokaðurYfirlýsingPDF