is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32807

Titill: 
 • Áhrif #MeToo byltingarinnar á íslensk fyrirtæki
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í október árið 2017 fór af stað bylting undir myllumerkinu #MeToo þar sem konur um allan heim deildu reynslu sinni af kynferðislegri áreitni og kynbundnu ofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir á vinnustað sínum. Þessi bylting hafði mikil áhrif hér á landi og voru það konur í áhrifastöðum innan samfélagsins sem stigu fyrstar fram og sögðu sína sögu. Í kjölfarið komu svo margir aðrir hópar en allar þessar konur áttu það sameiginlegt að hafa orðið fyrir áreitni eða ofbeldi á vinnustað.
  Vinnuveitendur hafa ákveðna skyldur í svona málum og skulu bregðast við á ákveðinn hátt. Þeim ber lagaleg skylda til að hafa viðbragðsáætlanir og verkferla til staðar ásamt því að vera með formlega stefnu í jafnréttismálum.
  Markmið þessarar meistararitgerðar er að rannsaka áhrif #MeToo byltingarinnar á viðbrögð og úrvinnslu vinnuveitenda í málum er varða kynferðislega áreitni og kynbundið ofbeldi á vinnustöðum og kanna viðhorf þeirra til þessara mála. Þetta viðfangsefni hefur takmarkað verið skoðað áður og hugmyndin er að bæta úr því með niðurstöðum úr þessari ritgerð. Rannsóknin var framkvæmd í nóvember 2018 og voru tekin hálf opin viðtöl við tíu mannauðsstjóra í meðalstórum og stórum fyrirtækjum og stofnunum á höfuðborgarsvæðinu.
  Helstu niðurstöður er þær að allir viðmælendur töldu #MeToo byltinguna hafa haft mikil áhrif á vinnustaðinn. Verkferlar og viðbragðsáætlanir voru endurunnar, fræðsla og þjálfun fyrir stjórnendur og starfsmenn varðandi samskipti var tekin upp og leitast var við að bæta upplýsingaflæði til starfsmanna og hafa það gott og skilvirkt. Einnig kom fram að viðmælendur upplifðu þessi mál mjög flókin og erfið viðureignar og fannst mikilvægt að hafa vinnuferla skýra til að auðvelda úrvinnsluna. Allir viðmælendur nefndu að þeir upplifðu almenna vitundarvakningu, bæði meðal starfsmanna og úti í samfélaginu, í kjölfar byltingarinnar og að umræðan um þessi mál væri opnari nú en áður. Viðhorf viðmælenda var almennt mjög jákvætt gagnvart byltingunni og áhrifum hennar á samfélagið í heild og öllum fannst löngu tímabært að taka þessa umræðu upp.

Samþykkt: 
 • 9.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32807


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
IMG_20190508_0001_NEW.pdf431.03 kBLokaðurYfirlýsingPDF
BirnaBjorndsdottir MSritgerd.rett.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna