is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32808

Titill: 
  • ADHD og skóli án aðgreiningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • ADHD eða athyglisbrestur með eða án ofvirkni er taugaþroskaröskun sem 5-10% barna á grunnskólaaldri glíma við. Helstu birtingamyndir röskunarinnar eru ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrestur, en misjafnt er á milli barna hvaða birtingamynd kemur fram. Allt að 70% grunnskólabarna með ADHD glíma við eina eða fleiri fylgiröskun, en þær algengustu eru sértækir námsörðugleikar, mótþróaþrjóskuröskun og svefntruflanir. Algengustu meðferðir við ADHD er lyfjagjöf samhliða sálfélagslegri meðferð en röskunin telst ólæknandi. Skóli án aðgreiningar er hugtak sem kom fyrst fram í íslenskum lögum árið 2008. Það þýðir að öll börn á grunnskólaaldri eiga rétt á virkri þátttöku í sínum heimaskóla, óháð atgervi þeirra eða stöðu. Börn sem eru greind með ADHD eða aðrar raskanir eiga því rétt á aðstoð í skólanum sem mætir þörfum þeirra. Greiningum hefur fjölgað undanfarin ár og er biðtíminn eftir greiningu allt að eitt ár, en á þeim tíma fá börnin ekki alltaf þá þjónustu sem þau þarfnast. Rannsóknir hafa sýnt að stoðþjónusta í skólum er mun fjölbreyttari við börn á yngri stigum grunnskóla, en kennsla á unglingastigi veitir ekki jafn mikið svigrúm til einstaklingsmiðaðrar kennslu. Helsta viðfangsefni þessarar ritgerðar var að varpa ljósi á stöðu nemenda með ADHD innan skólastefnunnar skóla án aðgreiningar. Niðurstöður ritgerðarinnar sýna að staða nemenda með ADHD innan skóla án aðgreiningar er því miður ekki nægilega góð en unglingar með raskanir á borð við ADHD eiga oft sérstaklega erfitt uppdráttar. Til þess að skólastefnan geti gengið upp þarf að skipuleggja fjárveitingar mun betur og auka stuðning við kennara.

Samþykkt: 
  • 9.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32808


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemman yfirlýsing.pdf181.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Karen Magnúsdóttir.pdf479.83 kBOpinnPDFSkoða/Opna