Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32809
Þessi heimildaritgerð fjallar um sjálfskaðandi hegðun barna, aðkomu aðstandenda þeirra og hjálparmöguleika. Sérstök áhersla er lögð á sjálfskaðandi hegðun barna og með hugtakinu aðstandendur er hér átt við foreldra barnanna og systkini. Markmiðin með þessum skrifum eru að auka skilning á sjálfskaðandi hegðun barna, vekja athygli á þörfum aðstandenda þeirra og varpa ljósi á það hvernig hægt sé að takast á við vandann. Farið er yfir hvað hegðunin felur í sér, kenningar sem tengja má við hegðunina, hvaða þættir það eru sem geta búið að baki, hvað felst í því að vera aðstandandi og hvaða úrræði standi börnum sem skaða sig og aðstandendum þeirra til boða á Íslandi. Skilningur á því hvað sjálfskaðandi hegðun felur í sér og því hvað veldur því að börn skaði sig er undirstaða þess að hægt sé að takast á við hana. Hér er sjálfskaðandi hegðun skilgreind sem hegðun sem framkvæmd er af ásettu ráði til þess að skaða eigin líkama án ásetnings um að svipta sig lífi. Ekki er þó nóg að einblína á hegðunina sjálfa heldur þarf að huga að þeim þáttum sem stuðluðu að hegðuninni til að byrja með en þessir þættir eru ólíkir frá barni til barns. Þá er einnig mikilvægt að huga að aðstandendum barnanna og að þeim áhrifum sem hegðunin getur haft á þá en til þess að þeir geti tekist á við þessar aðstæður þurfa þeir að fá viðeigandi fræðslu og stuðning. Það er því nauðsynlegt að boðið sé upp á viðeigandi úrræði fyrir bæði börnin og aðstandendur þeirra. Hérlendis er boðið upp á ýmis úrræði sem geta nýst börnum sem skaða sig sem öll virðast einnig taka tillit til aðstandenda þeirra en enn má gera betur í þeim efnum ef marka má niðurstöður rannsókna sem fjallað er um í þessu verki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAritgerð_Rakel_María_Eggertsdóttir.pdf | 884.51 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
BA ritgerð yfirlýsing.pdf | 48.19 kB | Lokaður |