is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3281

Titill: 
 • Tryggð og ánægja ungmenna á farsímamarkaðnum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Núverandi kynslóð unglinga er stærri og betur stödd efnahagslega en nokkru sinni fyrr. Það er mikilvægt fyrir fyrirtæki að ná unglingum í viðskipti við sig þar sem um viðskiptavini framtíðarinnar er að ræða.
  Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skoða tryggð og ánægju ungmenna á farsímamarkaðnum. Einnig er kannað hvort það sé samband milli heildaránægju og tryggðar. Stuðst er við tvenns konar gögn sem unnin voru upp úr annars vegar megindlegri rannsókn og hins vegar rýnihóparannsókn sem var gerð meðal 550 ungmenna á aldrinum 12-17 ára. Tilgáturnar sem settar voru fram eru að stúlkur séu ánægðari með þjónustuna og tryggari sínu farsímafyrirtæki en drengir. Einnig er sett fram tilgáta um það að viðskiptavinir Símans séu tryggari en viðskiptavinir Vodafone og enn fremur sú tilgáta að sterkt samband sé á milli heildaránægju og tryggðar.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að stúlkur séu ánægðari, tryggari og mæli frekar með sínu farsímafyrirtæki en drengir. Þeir nýta sér tilboð farsímafyrirtækjanna vel með því að vera með tvö farsímanúmer, hvort hjá sínu fyrirtæki. Sterkt samband er milli heildaránægju og tryggðar sem þýðir að aukin ánægja er líkleg til að skila sér í meiri tryggð.
  Niðurstöðurnar gefa ástæðu til að ætla að farsímafyrirtækin eigi að vara sig á strákum þar sem þeir eru ótraustir, óánægðir og notfæra sér fríðindi farsímafyrirtækjanna. Hafa ber í huga að þar sem um hentugleikaúrtak er að ræða má ekki alhæfa um niðurstöður rannsóknarinnar en þær ættu engu að síður að gefa nokkuð glögga mynd af tryggð og ánægju ungmenna á farsímamarkaðnum.

Samþykkt: 
 • 20.10.2008
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3281


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnhildur_Gudrun_Palsd_fixed.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna