is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32814

Titill: 
  • Hinir myrku herrar fantasíunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar að J.R.R Tolkien gaf út bókaflokk sinn The Lord of the Rings á árunum 1954-5 hafði hann líklega ekki hugmynd um þau gríðarlegur áhrif sem bókaflokkurinn myndi hafa á heila grein bókmennta. Hvernig að bækur hans yrðu að viðmið fyrir alla sem að skrifuðu fantasíur í kjölfarið. En þrátt fyrir þessi áhrif er fantasían enn frekar lauslega skilgreind og þeir fræðimenn sem um hana fjalla sjaldnast sammála um það hvernig eigi að skilgreina hana og út frá hverju. Hér í þessari ritgerð verða kenningar þessara fræðimanna ræddar. Einnig verður helsta einkenni fantasíunnar til umræðu, myrki herrann en flestar fantasíubókmenntir innhalda slíkan andstæðing góðu aflana. Hugmyndin um hann verður því skoðuð í sambandi við bálk Tolkiens og hins vegar bókaflokk Robert Jordan The Wheel of Time. En líta má á Jordan sem einn af helstu sporagöngumönnum Tolkiens. Til að greina þessa myrku herra verður litið til heimspekilegra hugmynda um hvað felist í illskuhugtakinu, en einnig til vestrænna og austrænna trúarhugmynda um illsku en Tolkien og Jordan sækja báðir í þessar áttir þegar þeir skrifa bækur sínar.

Samþykkt: 
  • 9.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32814


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð, Guðrún Pétursdóttir.pdf1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman yfirlýsing Guðrún Pétursdóttir.pdf269.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF