Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32816
Eftirfarandi ritgerð er verkefni til B.A.-prófs í þýsku við Háskóla Íslands.Í henni verða
bornar saman tvær íslenskar þýðingar á Die Verwandlung, bókmenntaverki Franz Kafka
sem kom út árið 1915. Die Verwandlung kom fyrst út í þýðingu Hannesar Péturssonar
árið 1960 en síðar meir í endurskoðaðri útgáfu árið 1983. Seinna var hún þýdd af
feðgunum Ástráði Eysteinssyni og Eysteini Þorvaldssyni árið 2006. Hér verður tekin fyrir
síðari þýðing Hannesar Péturssonar og þýðing Ástráðs og Eysteins. Ritgerðinni er skipt
upp í þrjá hluta: Fyrsti hluti ritgerðarinnar fjallar um nokkur einkenni frumtextans og
meginágrip sögunnar sem þýðendum ber að hafa í huga í þýðingarferlinu. Annar hluti
ritgerðarinnar nefnir meginhugtök þýðingarfræðinnar og þvínæst verður
Skoposkenningin kynnt sem sett var fram af þýsku þýðingafræðingunum Hans J.
Vermeer og Katharinu Reiß. Í lok annars kafla verður gerð grein fyrir hugtökunum
„Thema“ og „Rhema“. Þriðji og jafnframt veigamesti hluti ritgerðarinnar skiptist í fjóra
hluta og snýr að samanburði ofangreindra tveggja þýðinga. Í fyrstu þremur
undirköflunum verður Skoposkenningin notuð til að styðja við þýðingarsamanburðinn.
Þar verða titlar þýðinganna bornir saman sem og tvö dæmi úr textanum. Hafa ber í huga
að þessi ritgerð gefur ekki heildarmynd af þýðingunum þar sem ekki gafst rými til að
greina þýðingarnar tvær orð fyrir orð. Í síðasta undirkaflanum verður fjallað um
breytilegar áherslur í textanum sem þýðendur leggja og geta breytt stemningu textans. Í
lok ritgerðarinnar verða niðurstöðurnar dregnar saman og greindar.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Beinir_lidug.pdf | 2.02 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Scan 8 May 2019 at 20.20.pdf | 944.13 kB | Lokaður | Yfirlýsing |