is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32819

Titill: 
  • Fetað í þjóðspor fornkappa: Dr. Helgi Pjeturss á jaðri karlmennsku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um dr. Helga Pjeturss (1872-1949) jarðfræðing og heimspeking og skoðað hvernig hugmyndir um karlmennsku birtast í skrifum hans og síðar skrifum annarra um hann þar sem Helgi var gerður að táknmynd íslenskrar karlmennsku. Tímabilið sem er til skoðunar nær frá aldamótunum 1900 allt til loka síðari heimsstyrjaldarinnar og er afmarkað við ferðasögur Helga aðallega á ártímabilinu 1908-1912 og skrif annarra um hann er birtust frá 1919 og alveg til 1980. Markmiðið er að sýna hvernig hugmyndafræði karlmennsku birtist í ferðasögum Helga Pjeturss sem og skrifum annarra um Helga og ævi hans. Samhliða verður skoðað hvernig mannkynbótastefnan fléttast saman við karlmennskuhugmyndir á millistríðsárunum. Rannsóknin byggir á kenningum og rannsóknum á sviði kyngervis og karlmennsku og einnig rannsóknum á birtingarmyndum þjóðernisstefnunnar og mannkynbótastefnunnar á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að hugmyndafræði karlmennsku á Íslandi á millistríðsárunum samtvinnist ekki aðeins hugmyndum um íslenskt þjóðerni upp úr aldamótunum 1900, heldur einnig íslensku mannkynbótastefnunni.

Athugasemdir: 
  • Tengiliðaupplýsingar: dgd2@hi.is
Samþykkt: 
  • 9.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32819


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Daníel G. Daníelsson - Fetað í þjóðspor fornkappa. Helgi Pjeturss í ljósi karlmennsku.pdf317.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing fyrir lokaverkefni.pdf106.53 kBLokaðurYfirlýsingPDF