is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32824

Titill: 
  • Þungunarrof og Félagsráðgjöf
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Meginviðfangsefni þessar skrifa er þungunarrof og félagsráðgjöf. Í upphafi ritgerðar er farið yfir skilgreiningu þungunarrofs, óörugg þungunarrof og þau meðferðarúrræði sem standa konum til boða til að binda enda á þungun. Næst verður fjallað um núgildandi hér á landi sem taka til þungunarrofa auk nýju sjórnarfrumvarpi um þungunarrof. Að því loknu verður farið yfir samskonar lög norðurlandanna, nánar tiltekið dönsk, sænsk og norsk lög. Í framhaldi er svo fjallað um tíðni þungunarrofs hér á landi og á heimsvísu. Farið verður svo yfir nokkrar íslenskar og erlendar rannsóknir, sem fjalla um mögulegar ákvörðunarástæður og áhrifa sem þungunarrof getur haft á konur. Í framhaldi verður farið yfir nokkrar kenningar og hvernig þær gætu nýst félagsráðgjöfum í starfi með konum sem hafa óskað eftir þungunarrofi. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að auka þekkingu á málefninu þungunarrof og mögulegrar aðkomu félagsráðgjafar að því ferli. Því verður leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum: Hvert er umfang þungunarrofa? Hver er ástæða þungunarrofa? Hver er líðan kvenna eftir þungunarrof? Hver er aðkoma félagsráðgjafa í ferlinu?
    Niðurstöður ritgerðarinnar gefa til kynna að margar ástæður geta legið á bakvið þá ákvörðun að rjúfa þungun. Þrátt fyrir að líðan kvenna sé vissulega einstaklingsbundin þá getur ákvörðun um þungunarrof reynst konum erfið þá hvort tveggja í upphafi sem og eftir þungunarrof. Í ljósi þess hversu djúpstæð áhrif á ákvörðun um þungunarrof getur haft, verður að telja mikilvægt að konur njóti ríkrar aðstoðar og stuðnings. Helstu hlutverk félagsráðgjafans innan kvennasviðis er meðal annars að veita konum stuðning og ráðgjöf í ákvörðunarferlinu ásamt því að aðstoða konur um ákvörðunartöku.

Samþykkt: 
  • 9.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32824


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-rigerð_jes10.pdf452.93 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf738.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF