Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/32826
Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er sjúkdómurinn alkóhólismi og farið verður meðal annars yfir hvað einkennir sjúkdóminn, hvaða úrlausnir eru við honum og hvað hægt er að betrumbæta í þessum efnum. Í upphafi verður fræðileg umfjöllum um hvað stendur einstaklingi til boða ef hann ætlar sér að takast á við sjúkdóm sinn og þá verður farið út í starfsemina sem sjúkrahúsið Vogur hefur upp á að bjóða. Næst er svo fjallað um eftirmeðferðir sem í boði er fyrir hvern og einn einstakling og hvernig þeim er háttað. Ennfremur verður svo farið yfir SÁÁ; samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann og starf þeirra en einnig gagnrýni á starfsemina út frá áherslum Rótarinnar; félag sem beitir sér fyrir málefnum kvenna með áfengis og fíknivanda. Ásamt því eru 12 spora samtök skoðuð og hvað einkennir þeirra starfsemi, hvernig þau hafa hjálpað fólki og hvað má mögulega gera betur. Einnig verður komið inná kenningarlegar nálganir á alkóhólisma og skoðað hugtakið sjúkdómsvæðing í ljósi sjúkdómsins. Að lokum verðum umfjöllun um kannabisefnið og hvernig áfengisneysla ungmenna hefur þróast út í neyslu á Kannabisefninu.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Frá botni til betra lífs - BA RITGERÐ.pdf | 452.08 kB | Open | Complete Text | View/Open | |
Staðfesting skemman.pdf | 284.25 kB | Locked | Yfirlýsing |