is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32828

Titill: 
  • ,,Ég hefði aldrei viljað missa af þessari reynslu. Bara no way sko!“
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Einhverfa hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda en á undanförnum áratugum hefur þekking á einhverfuröskunum aukist gríðarlega. Í samfélaginu má finna ótal hindranir sem einhverfir einstaklingar þurfa að takast á við og því er eðlilegt að foreldrar einhverfra barna hafi áhyggjur þegar grunur um einhverfu kviknar. Markmið rannsóknarinnar er að skoða upplifun mæðra barna á einhverfurófi á viðhorfi samfélagsins til einhverfu og hvort þær telji að viðhorfsbreytingar hafi átt sér stað á undanförnum tveimur áratugum. Notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir við gerð rannsóknarinnar og þótti lífssögurannsókn heppileg til þess að veita innsýn í reynslu mæðranna.
    Í rannsókninni er notast við eigindlega rannsóknaraðferðir en tilgangur rannsóknar er að varpa ljósi á upplifun mæðranna og því þótti lífssögurannsókn (e.life story) heppileg rannsóknaraðferð. Opin viðtöl voru tekin við fjórar mæður sem eiga einhverf börn á aldrinum 3-24 ára sem valdar voru með hentugleikaúrtaki.
    Niðurstöður rannsókar sýna að viðmælendur höfðu allar upplifað neikvæð viðhorf gangvart einhverfu í samfélaginu en voru þó sammála um að viðhorfsbreytingar hafa átt sér stað á undanförnum áratugum. Þær telja að með aukinni upplýsingu og fræðslu megi stuðla að jákvæðari viðhorfum og auknum skilning í garð einstaklinga á einhverfurófi í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32828


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð lokaloka.pdf515.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
59852954_546838899176851_1514933225560997888_n.jpg31.13 kBLokaðurYfirlýsingJPG