is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32830

Titill: 
 • Ímynd Icelandair og WOW air
 • Titill er á ensku The image of Icelandair and WOW air
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Samkeppni á íslenskum flugmarkaði hefur aukist mikið á undanförnum árum. Með aukinni samkeppni þurfa fyrirtæki að leggja meiri áherslu á aðgreiningu. Aðgreining snýst um það hvernig fyrirtæki aðgreina vörur og þjónustu frá samkeppnisaðilanum. Einstök vara, framúrskarandi þjónusta, vel þjálfað starfsfólk og einstök ímynd er dæmi um aðgreiningu. Mikilvægt er fyrir fyrirtæki að skapa sér góða ímynd en með góðri ímynd verður til aðgreining sem hjálpar fyrirtækjum í samkeppni við önnur fyrirtæki og skapar velgengi.
  Markmið þessa verkefnis var að kanna ímynd flugfélaganna Icelandair og WOW air í huga almennings. Að auki var markmiðið að kanna hvort fjárhagslegur stöðugleiki hafi áhrif á ímynd fyrirtækja sem og hvort fjárhagslegur stöðugleiki hefði áhrif á kauphegðun neytenda.
  Til þess að svara rannsóknarspurningum verkefnisins var notast við megindlega aðferðafræði þar sem spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur. Til að kanna ímynd flugfélaganna var notast við fimm punkta Likert kvarða þar sem 12 ímyndarþættir lágu til grundvallar og þátttakendur voru beðnir um að svara hversu sterkt eða veikt þeir tengdu hvern ímyndarþátt við viðkomandi flugfélag. Til að kanna hvort fjárhagslegur stöðugleiki fyrirtækja hefði áhrif á ímynd fyrirtækja var ímynd WOW air könnuð og niðurstöður bornar saman við niðurstöður úr annarri sambærilegri rannsókn á ímynd WOW air sem gerð var árið 2017 þegar fjárhagsleg staða félagsins var allt önnur. Til að kanna hvort fjárhagslegur stöðugleiki hefði áhrif á kauphegðun einstaklinga voru niðurstöður úr spurningalistanum skoðaðar með hliðsjón af bakgrunnsspurningum.
  Á meðan unnið var að verkefninu hætti WOW air flugrekstri. Framkvæmd rannsóknarinnar og úrvinnsla gagna var þó unnin áður en WOW air hætti rekstri.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að ímynd Icelandair sé sterk þegar á heildina er litið. Icelandair hefur náð að staðsetja sig í huga fólks sem áreiðanlegt fyrirtæki, með góða þjónustu og jákvætt orðspor. Ímynd WOW air var lakari þar sem slæm fjárhagstaða félagsins hafði sitt að segja en félagið náði þó að staðsetja sig í huga fólks sem framsækið fyrirtæki sem veitti sanngjarnt verð og góða þjónustu.
  Niðurstöður rannsóknarinnar gefa til kynna að fjárhagslegur stöðugleiki fyrirtækja hafi áhrif á ímynd fyrirtækja sem og á kauphegðun neytenda.

Samþykkt: 
 • 9.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32830


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ímynd Icelandair og WOW air - Lokaskil.pdf6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing skemman.pdf2.31 MBLokaðurYfirlýsingPDF