is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32833

Titill: 
  • Að vera orðlaus. Hinn ósýnilegi raunveruleiki ranglætis
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að vera orðlaus er upplifun sem erfitt er að setja í orð. Orðleysinu er hér lýst í samhengi við tvær mismunandi kenningar, annarsvegar er litið í smiðju félags- og sálfræðilegrar greiningar Berit Ås sem lýsir fimm drottnunaraðferðum sem notaðar eru meðal annars í þeim tilgangi að valda orðleysi.  Hinsvegar eru teknar til skoðunar kenningar Miranda Fricker um þekkingarfræðilegt ranglæti sem byggir á samfélagslegri þekkingarfræði. Einnig skoða ég greiningu Kristie Dotson á því hvernig hægt sé að greina hvenær þekkingarfræðilegt ranglæti á sér stað. Beiting á þekkingarfræðilegu ranglæti leiðir til þöggunar, vantrúar á ágæti eigin þekkingar eða sjálfsritskoðandi ferlis sem lætur mann þegja eða sjálfþaggar. Í því ljósi verður litið nánar á tvær tegundir þekkingarfræðilegs ranglætis, það sem á sér stað í aðstæðum frásagnar og túlkunaraðstæðum. Kenningarnar veita einstakt sjónarhorn á innra líf einstaklings sem verður fyrir ranglætinu sem og þess sem beitir því. Vonin er sú að sá aukin sjálfskilningur á samskiptaháttum muni sporna við þöggun. Samspil kenninganna speglar með áhugaverðum hætti kúgandi reynslu sem auðvelt er að líta fram hjá og setur þannig orðleysið í orð með það að leiðarljósi að hægt sé að ræða það og skilja.

Samþykkt: 
  • 9.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32833


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eva Lín Vilhjálmsdóttir - Bakkalár 4.pdf626.04 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
1596_001.pdf48.76 kBLokaðurYfirlýsingPDF