is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32835

Titill: 
  • Spánn kallar! Íslenskir sjálfboðaliðar í spænska borgarastyrjöldinni 1936–1939 og ástæður fyrir þátttöku þeirra í styrjöld á erlendri grundu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er fjallað um íslenska sjálfboðaliða sem fóru á árunum 1936–1939 að berjast í spænsku borgarastyrjöldinni og varpað ljósi á ástæður þess að einstaklingar á Íslandi ákváðu að leggja lýðveldinu á Spáni lið. Horft er til aðstæðna á Spáni, líf sjálfboðaliðanna sjálfra og aðstæðna á Íslandi á fjórða ártuginum. Fjallað er um fjóra Íslendinga, þá Hallgrím Hallgrímsson, Aðalstein Þorsteinsson, Björn Guðmundsson og Vernharð Eggertsson (einnig þekktur sem Dagur Austan). Þátttaka þeirra þriggja fyrstnefndu er óumdeild en sterk rök hníga einnig að þátttöku Vernharðs.
    Auk þess að setja þátttöku sjálfboðaliðanna í alþjóðlegt samhengi, er byggt á lögreglu- og dómsskjölum, umfjöllunum í dagblöðum, seinni tíma fræðiskrifum og verkum sjálfboðaliðanna sjálfra, en tveir þeirra skrifuðu endurminningar um þátttöku í stríðinu.
    Færð eru rök fyrir því að aðstæður í heimalöndunum hafi verið mikilvægar þegar koma að þátttöku í spænsku borgarastyrjöldinni. Íslensku sjálfboðaliðarnir voru kommúnistar og tengdu sig við hina alþjóðlegu verkalýðsstétt. Á fjórða áratuginum var andfasisminn einn grundvallarþáttur í starfi kommúnista. Óttinn við uppgang fasisma heima og á alþjóðavettvangi hvatti þá til að taka upp vopn. Það voru þó ekki einungis hugsjónir um betri heim sem ýtti þeim út í stríð, færa má rök fyrir því að þar hafi líka komið til ævintýramennska og karlmennskuhugmyndir. Tilviljanakenndar ástæður eins og staður og stund virðast líka hafa skipt máli í tilfelli Vernharðs Eggertssonar. Spænska borgarastyrjöldin virðist fljótlega hafa orðið að baráttu góðs og ills í hugum margra án þess að tekið væri mið af staðbundum aðstæðum á Spáni. Það átti einnig við um íslensku sjálfboðaliðanna en þeir litu svo á að þeir væru að berjast fyrir framtíð mannkynsins, frelsinu og lífinu; öllu hinu góða geng hinum illa fasisma.

Samþykkt: 
  • 9.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32835


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Spánn kallar! BA rigerð.pdf9,65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf114,53 kBLokaðurYfirlýsingPDF