Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32836
Pílagrímagöngur eru stundaðar víðsvegar um heiminn og hafa tíðkast innan ólíkra menningarheima og trúarbragða í gegnum sögu mannkyns. Jakobsvegurinn svokallaði er vafalaust þekktasta pílagrímaleiðin í hinum spænskumælandi heimi. Markmið þessarar ritgerðar, sem rituð er til fullnustu B.A.-prófs í spænsku við Háskóla Íslands, er að skoða uppruna goðsagnarinnar um dýrlinginn Jakob Zebedusson og áhrif hennar á sögu Spánar ásamt því að rannsaka þátt hennar í pílagrímastraumi til borgarinnar Santiago de Compostela í meira en þúsund ár. Sjónum er fyrst beint að borginni sem byggðist upp vegna pílagrímaferðanna. Síðan er kynntur til sögunnar postulinn Jakob sem þekktur er úr frásögnum Biblíunnar og tengsl hans við Galisíu útskýrð, landssvæðið þar sem gröf hans fannst á níundu öld. Því næst er grafarfundurinn skoðaður í sögulegu samhengi og sjónum beint að áhrifum hans á sögu Spánar, einkum á endurheimt landsvæða frá hinu múslímska ríki al-Andalus. Tilurð pílagrímaleiða sem með tíð og tíma fengu nafnið Jakobsvegurinn er rædd sérstaklega ásamt þróun þeirra í aldanna rás. Að lokum er rýnt í aðdráttarafl pílagrímaleiðarinnar og greint frá endurnýjun þess á seinni tímum með það að leiðarljósi að útskýra hvers vegna svo ótal margir kjósa að ganga Jakobsveginn.
La peregrinación es un fenómeno universal que ha formado parte de diversas civilizaciones y religiones a lo largo de la historia humana. El Camino de Santiago es sin duda la ruta de peregrinación más conocida del mundo hispanohablante. El propósito de este trabajo, entregado para cumplir los requisitos para un grado BA en español de la Universidad de Islandia, gira en torno al mito jacobeo, su papel en la historia de España y su capacidad milenaria de atraer, hasta hoy en día, a peregrinos a Santiago de Compostela. Se comienza con una breve presentación de la ciudad que debe su nacimiento a las peregrinaciones, para luego introducir el personaje bíblico, el apóstol Santiago, y su relación con Galicia, donde su sepulcro fue hallado en el siglo IX. A continuación, se estudiará el contexto histórico del hallazgo y se examinará cómo el culto jacobeo repercutió en la reconquista de los territorios de al-Andalus y en la historia de España. Se hablará en particular del nacimiento de los itinerarios de peregrinaje conocidos como el Camino de Santiago y de su desarrollo a través de los siglos. Finalmente, se analizarán los factores de su atractivo y su renovación en tiempos modernos para explicar por qué tantas personas quieren hacer el Camino.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Santiago_2019_VersionFinal.pdf | 1.01 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Skemman_utfylltyfirlysing.pdf | 290.67 kB | Lokaður |