is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32837

Titill: 
  • Úlfagildra hunda- og kattaeigenda. Siðfræði gælu- og selskapsdýra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður fjallað um dýrasiðfræði og sérstaklega verður einblínt á siðfræðiviðhorf til gæludýra eða selskapsdýra og samlífs þeirra með mannfólki. Í upphafi ritgerðarinnar verður farið yfir almenna umfjöllun heimspekinga á dýravelferð og stuttlega tæpt á helstu fræðimönnum sem fjallað hafa um viðfangsefnið. Grundvallarheimild þeirrar umfjöllunar er Animal Liberation eða Frelsun Dýranna eftir Peter Singer. Næst verður umræðan þrengd niður í gæludýrasiðfræði í ljósi greinar Matteo Andreozzi „Humans Best Friend? The Ethical Dilemma of Pets“ eða „Bestu vinir mannsins? Siðferðileg klemma gæludýra“. Hér verður einblínt á selskapsdýr og þá sérstaklega hunda. Þessi undirgrein dýrasiðfræði er tiltölulega ný af nálinni og hefur ekki verið áberandi hjá heimspekingum í gegnum árin. Til að skerpa á umfjölluninni verður fjallað um ræktun á selskapsdýrum frá siðfræðilegu sjónarhorni. Hér verður grein C. Palmer „Does Breeding a Bulldog Harm it?“ höfð að leiðarljósi. Tilfinningaleg tengsl manna við dýr er rauður þráður í ritgerðinni og tengsl manna við dýr verða rædd í ljósi tegundarembu og mannhverfra sjónarhorna til gæludýraeignar. Ein ástæða þess að fólk ákveður að fá selskapsdýr á heimilið gæti verið sú að í gegnum aldirnar hafa menn aftengt sig náttúru og viðhorf til líkamlegrar snertingar hafa í nútímasamfélagi verið fyllt af blygðunarkennd. Gæludýr færa menn nær náttúrunni, bæði hinni ytri náttúru en einnig sinni innri náttúru, og fullnægja snertiþörf þeirra. Rit sálfræðingsins Tiffany Fields, Touch, sýnir fram á mikilvægi líkamlegrar snertingar, en slík samskipti við gæludýr eru talin falleg og eðlileg og hefur sýnilega haft gríðarleg jákvæð heilsufarsleg áhrif á fólk. Því hafa selskapsdýr verið nýtt í meðferðarskyni á ýmsum stofnunum til að bæta heilsu fólks. Hér spilar grein rit Donnu Haraway The Companion Species Manifesto stóra rullu til að lýsa samskiptum selskapsdýra og manna nánar. Samskipti mannfólks við dýr eru augsýnilega lituð af mannhverfum hugsunarhætti og greina má mikla hræsni í samlífi þeirra með gæludýrum. Eru gælu- og selskapsdýr einungis tól mannanna til að auðvelda okkur að fullnægja ákveðnum þörfum? Gerum við mannfólkið gæludýrunum nokkurn greiða með því að halda þau?

Samþykkt: 
  • 9.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32837


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ingibjörg S. Bergsteinsdóttir loka.pdf700.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf183.06 kBLokaðurYfirlýsingPDF