is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/3284

Titill: 
 • Hvernig geta stjórnendur bætt boðskipti í breytingaferli?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í verkefninu er fjallað um hvernig stjórnendur geta bætt boðskipti boðskipti í breytingaferli skipulagsheilda. Mannauðsstjórnun er í eðli sínu fag sem snýst um að ná árangri, þannig að rauði þráðurinn gengur út á að safna gagnlegri þekkingu úr sem flestum áttun.
  Mörgum rannsóknum bera saman um að stjórnendur vanáætla næstum alltaf þörf starfsmanna fyrir boðskipti. Því ætti fyrsta verk flestra að vera, að auka boðskiptin. Það þarf að vanda boðskipti og sjá til þess að þau flæði hindrunarlítið um skipulagsheildina. Það þarf almennt að auka boðskipti og nota sem flestar miðlunarrásir til þess. Boðskipti eru aldrei eins mikilvæg og þegar skipulagsheildir eru í breytingaferli. Og samrunar og yfirtökur eru mjög vandmeðfarnir en rétt og vönduð boðskipti geta stutt verulega við slíkar breytingar.
  Sú þekking gæti gert starfsmenn ánægðari, bætt vinnumóral og boðskiptaandrúmsloft. Með bættum boðskiptum mætti einnig draga úr streitu, fjarvistum en einnig styrkja sálfræðilega samninginn, draga úr óvissu og jafnvel starfsmannaveltu. En það má líka þjálfa leiðtoga í hvatningartungumáli sem greinilega skilar árangri. Og það má einnig þjálfa þá og aðra starfsmenn í því að fást við orðróm og nýta sér þá þekkingu sem í honum felst. Þá hafa boðskipti ríkuleg áhrif á þekkingu á vinnustað og samnýtingu hennar.
  Boðskipti eru hvatningarþáttur sem hefur víðtækari áhrif en margur heldur. Og leiðtogi sem notar meira hvatningartungumál á vinnustað getur þannig haft áhrif á starfsánægju, frammistöðu og nýsköpun.

Samþykkt: 
 • 15.1.2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3284


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Drifa_Jona_Sigfusdottir_Forsida__kapa_fixed.pdf22.47 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Drifa_jona_Sigfusdottir_fixed.pdf3.84 MBLokaðurMeginmálPDF