is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32842

Titill: 
  • „Ég var að reyna að hugsa ekki um fjölskylduna mína, ekki hugsa um svarið, bara skólann og ræktina“: Reynsla fylgdarlausra barna af móttöku og þjónustuúrræðum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Útdráttur er á ensku

    Fylgdarlausum börnum sem flýja heimaland sitt og sækja um alþjóðlega vernd hefur fjölgað hratt í löndum Evrópu á síðustu árum. Vaxandi fjölgun þessa hóps hefur falið í sér miklar áskoranir fyrir velferðarkerfi ríkjanna en fylgdarlaus börn eru talin vera í afar viðkvæmri stöðu og hafa sérstakar þarfir, verandi aðskilin frá fjölskyldu sinni og umönnunaraðilum.
    Markmið þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á aðstæður og upplifun fylgdarlausra barna sem sækja um alþjóðlega vernd á Íslandi í þeim tilgangi að auka þekkingu á málefnum fylgdarlausra sem eru í þjónustuúrræðum á vegum íslenskra yfirvalda. Einnig var markmiðið að bera kennsl á þætti sem geta stuðlað að aukinni velferð fylgdarlausra barna. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð hér á landi og geta niðurstöðurnar nýst til stefnumótunar í málaflokknum sem getur leitt til bættrar þjónustu af hálfu hlutaðeigandi stofnana.
    Rannsóknaraðferðin var eigindleg og var notast við markvisst úrtak við val á viðmælendum. Tekin voru viðtöl við sjö fylgdarlaus börn sem fengið hafa alþjóðlega vernd á Íslandi. Helstu niðurstöður sýndu að upplýsingagjöf og samskiptum var stundum ábótavant milli barnanna og þeirra sem veittu þeim aðstoð á málsmeðferðartímanum og jafnframt var skortur á vandraðri túlkaþjónustu. Niðurstöðurnar sýndu einnig að daglegri umönnun var mjög ábótavant á málsmeðferðartímanum. Búsetuúrræði mættu almennt ekki þörfum barnanna fyrir öryggi, utanumhald og félagslega samveru og þörfum hvað varðar félagslegan stuðning og afþreyingu var ekki sinnt á fullnægjandi hátt. Félagsráðgjafar barnanna voru þeim oft mikilvægir stuðningsaðilar en í sumum tilfellum var eftirfylgd fagfólks ómarkviss og ónæg. Börnin lýstu jákvæðri reynslu af dvöl á fósturheimilum en einungis hluti þeirra komst á fósturheimili á biðtímanum. Ekki öll barnanna höfðu tækifæri til menntunar á biðtímanum en niðurstöðurnar sýna fram á gildi menntunar fyrir félagslega aðlögun og framtíðarsýn barnanna.
    Lykilhugtök: Fylgdarlaus börn, flóttabörn, móttökuþjónusta, velferð, félagsráðgjöf

  • The number of unaccompanied children that flee their homeland and seek asylum has risen quickly in Europe these past years. These rising numbers have brought great challenges to welfare states as unaccompanied children are considered to be in a very sensitive situation and have special needs, being separated from their families and caretakers.
    The aim of this research study was to shed light on the conditions and experiences of unaccompanied children which apply for international protection in Iceland, for the purpose of expanding the knowledge base of the matters of unaccompanied children who receive assistance through the government of Iceland. The aim was likewise to recognise the aspects which can promote greater welfare of unaccompanied children. A similar study has not been performed here in this country and the results can be used for policy development in this field, which can lead to improved services on behalf of the appropriate institutions.
    The research method was qualitative and a targeted sample was used in the selection of interviewees. Seven unaccompanied children, which have been granted asylum in Iceland, were interviewed. The main results of the study were that information disclosure and communication was sometimes lacking between the children and the people who assisted them during the procedure time and that there was a lack of quality interpretation services. The results likewise showed that daily care was severely lacking during the procedure time. Housing resources did not meet the children‘s requirement for safety, supervision and social interactions, and their needs for social support and entertainment were not met in a satisfactory manner. The children‘s social workers often provided a crucial supporting role, but in some instances the follow up of professionals was unfocused and incomplete. The children described a positive experience of their stay in foster homes, but only a few of them managed to stay in foster homes during the waiting period. The children did not all have the opportunity to receive an education during the waiting period, but the results reveal the importance of education for their social integration and their own view of their future.
    Key words: Unaccompanied children, refugee children, reception services, welfare, social work.

Samþykkt: 
  • 9.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32842


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing á Skemmuna.pdf297.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Lokaritgerð Eva Björg.pdf1.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna