is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32845

Titill: 
 • Aðstandendur og krabbamein: "Við erum fjölskylda ekki krabbameinið"
 • Titill er á ensku Family members and Cancer: "We are a family not the cancer"
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna þau áhrif sem það hefur á lífsgæði fjölskyldunnar þegar náinn ástvinur greinist með krabbamein og hvernig aðstandendum tekst að aðlagast þeim breytingum. Enn fremur hvernig endurhæfing, aðstandendastuðningur og jafningjastuðningur, í Ljósinu; endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir krabbameinsgreinda og aðstandendur, nýtist fjölskyldumeðlimum. Þannig er hægt að auka þekkingu á hvað reynist fjölskyldunni vel þegar maki/annað foreldrið greinist með krabbamein og hvað hefur áhrif á jákvæða upplifun og bætt lífsgæði fjölskyldumeðlima. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð. Tekin voru 6 viðtöl við aðstandendur í makahlutverki (3 konur og 3 karla) yngri en 45 ára þar sem börn bjuggu á heimilinu. Niðurstöður sýndu að aðstandendur upplifðu Ljósið sem þarft úrræði, þar sem þeir fundu fyrir trausti, faglegheitum og góðu viðmóti. Mikilvægt var fyrir aðstandendur að fá stuðning fyrir alla fjölskylduna á einum stað. Fræðsla og sálfélagslegur stuðningur frá fagaðilum, í formi viðtala og námskeiða reyndist fjölskyldunni gagnlegur vegna aukins skilnings á eigin líðan, maka sinna og barnanna. Aðstandendur upplifðu að fá úrlausnir og leiðir að bjargráðum ýtti undir jákvæðari og opnari samskiptahegðun og aukna færni til aðlögunar, bæði í hjónabandinu og hjá fjölskyldunni, sem dró úr álagi og tilfinningalegri streitu. Fagstýrður jafningjastuðningur reyndist aðstandendum einstaklega vel. Þar gafst tækifæri til að eiga samræður um sameiginlega krefjandi reynslu, líðan sína, samskiptin á heimilinu, börnin og reynslu af veikindunum. Aðstandendur upplifðu endurhæfinguna og stuðninginn sem makar þeirra fengu, auka bæði líkamlega og andlega vellíðan makanna og bættu því lífsgæði þeirra. Það að maka leið vel jók vellíðan aðstandenda. Aðstandendur höfðu jákvæða reynslu af þeirri íhlutun og jafningjastuðningi sem börn þeirra fengu. Íhlutunin styrkti sjálfsmynd barnanna, jók vellíðan þeirra og gaf þeim betri skilning á hlutverki sínu. Á heildina litið upplifðu aðstandendur aukin lífsgæði hjá fjölskyldunni af þeirri þjónustu sem Ljósið veitti.
  Lykilorð: aðstandendur, krabbamein, fjölskylda, fjölskyldumeðferð, fjölskyldustuðningur, lífsgæði, stuðningur, umönnunaraðili.

 • Útdráttur er á ensku

  The purpose of this study was to explore the impact on a family‘s quality of life when a close loved one is diagnosed with cancer and how relatives adapt to those changes. Furthermore, how rehabilitation, family and peer support in Ljósið; a rehabilitation and support centre for cancer diagnosed and their relatives, is useful. Thus, it is possible to increase the knowledge of what proves to be successful for the family, when a close relative is diagnosed with cancer and what influences a positive experience and improved quality of life for those concerned. A qualitative research method was used in this study where interviews were conducted with six spouses of cancer patients (three women and three men). All the spouses were under the age of 45 with children living in the home. The results showed that close relatives experienced Ljósið as an important resource, where they found trust, professionalism and a positive attitude. It was important for them to receive support for the whole family in one place. What proved beneficial for them was psychoeducation and psychosocial support from professionals in the form of interviews and seminars, as it increased their understanding of their own feelings, and also that of their spouses and children. They found that receiving solutions and ways of coping encouraged more positive and open communication and increased the ability to adapt, both in their marriage as well as in their family, which reduced stress and emotional strain. Professionally managed peer support proved to be extremely beneficial for the families, as there was an opportunity to have a conversation about common challenging experiences, their feelings, interactions at home, their children and their experiences of the illness. Family members found that the rehabilitation and support that their spouses received enhanced their physical and mental well-being and improved their quality of life. The fact that a spouse felt good increased the well-being of the family. They also had a positive experience with the intervention and peer support that their children received as the intervention strengthened their self-esteem, increased their well-being and gave them a better understanding of their role. Overall, family members experienced an increase in quality of life by the service provided by Ljósið.
  Keywords: Family members, cancer, family, family therapy, family support, quality of life, support, caregiver.

Samþykkt: 
 • 10.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32845


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa Aðstandendur og krabbamein - Við erum fjölskylda ekki krabbameinið - MA í fjölskyldumeðferð - Helga Jóna Sigurðardóttir 1.pdf1.05 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð stafræns eintaks lokaverkefnisins.pdf477.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF