is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32849

Titill: 
  • Börn sem búa við fátækt: áhrif og verndandi þættir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Börn eru sá þjóðfélagshópur sem á í hvað mestri hættu á að lenda í fátækt. Þegar fjallað er um fátækt er mikilvægt að börn séu ekki sett undir sama hatt og fullorðnir, þar sem fátækt barna er ekki sú sama og fátækt fullorðinna. Tilgangur og markmið ritgerðarinnar er að kanna hver sé helsti munurinn á fátækt fullorðinna og fátækt barna. Leitað verður svara við hver séu áhrif fátæktar á börn, fjallað um áhættu- og verndandi þætti og farið yfir fjölda þeirra barna sem búa við fátækt á Íslandi og í Evrópu. Niðurstöður sýna að munurinn á fátækt fullorðinna og fátækt barna sé helst sá að börn, ólíkt fullorðnum, hafa ekki áhrif á efnahagslegar aðstæður sínar og að þarfir barna séu aðrar en þarfir fullorðinna. Einnig sýna niðurstöður að áhrif þess að búa við fátækt fyrir börn séu víðtæk, bæði tilfinningalega og félagslega. Börnin upplifa meðal annars streitu, auknar líkur eru á hegðunarvanda, kvíða og félagslegum erfiðleikum. Þegar leitað var eftir áhættuþáttum kom í ljós að margir þættir geta aukið hættuna á að börn lendi í fátækt. Má þar helst nefna fjölskyldugerð og atvinnustöðu foreldra. Hins vegar ef til staðar eru verndandi þættir í umhverfi og/eða persónuleika barna eru minni líkur á að fátæktin hafi neikvæð áhrif.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32849


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð- loka.pdf439.45 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf54.69 kBLokaðurYfirlýsingPDF