is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32850

Titill: 
  • Rannsókn á beinprjónum á Íslandi frá víkingaöld
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Beinprjónar voru algengir fylgihlutir klæðnaðar á víkingaöld og náði slíkur siður til Íslands við komu landnemanna. Lítið hefur sú gripaflóra verið rannsökuð á Íslandi þó slatti af slíkum gripum hafi fundist. Í ritgerð þessari er birt grunnrannsókn á beinprjónum fundnum á Íslandi.
    Efnisval beinprjóna var eftir því hvað lá fyrir hendi hverju sinni og stærðarhlutföll þeirra hafa verið mjög svipuð. Dreifing beinprjónanna um landið bendir til framleiðslu í Mývatnssveit og sterkri staðbundni tísku. Í restinni af landinu bendir allt til heimilisiðnaðar á beinprjónum. Einnig er staðfest í ritgerðinni að tímabil beinprjóna hefur verið víkingaöld þó eitthvað hefur verið um slíka fundi úr miðalda mannvistarlögum.
    Gerð beinprjóna er skoðað og var helsta gerð þeirra ,,útvíkkandi beinprjónar“. Lítið hefur verið nýst við víkingaraldarstíla til þess að fegra beinprjónanna en í stað þess hafa verið nýtt einfaldir skreyti á gripina. Slíkar skreytingar eru göt eða x-ristur á hausum prjónanna. Flokkun á þeim sem heilir hafa fundist voru flokkaðir eftir flokkunarkerfi frá Bretlandi, einungis þurfti að bæta tveim flokkum við flokkunina.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32850


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaverk..pdf309.4 kBLokaðurYfirlýsingPDF
B.A.-Ritgerð-FINAL-BMS.pdf2.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna