en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/32854

Title: 
  • Title is in Icelandic Birtingarmyndir þolenda heimilisofbeldis. Einkenni meðal barna og ungmenna
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Rannsóknir hafa sýnt fram á að heimilisofbeldi hefur djúpstæð áhrif á þroska barna og að þau glími við afleiðingar þess fram á fullorðinsár. Fjallað verður um þroska barna út frá fræðilegu sjónarhorni sem draga fram mikilvægi tengslamyndunar og góðra uppeldisskilyrða við mótun einstaklings. Fjallað verður um heimilisofbeldi, kenningu um hringrásarferli í ofbeldissamböndum ásamt því að gerð er grein fyrir skilgreiningum Barnaverndarstofu á ofbeldi gegn börnum. Fjallað verður um forvarnarverkefni gegn heimilisofbeldi sem unnin hafa verið á Íslandi og haft áhrif á verkferla lögreglu og félagsþjónustu í aðkomu slíkra mála. Börn hafa lögbundinn rétt á vernd og stuðningi frá yfirvöldum og samfélaginu til að alast upp við þroskavænleg skilyrði og er því fjallað um löggjöf sem snúa að réttindum barna. Leitast er við að svara spurningunum: Hver eru einkenni þess að börn hafa orðið fyrir neikvæðum áhrifum af heimilisofbeldi? Hefur heimilisofbeldi langtímaafleiðingar á börn? Hver er lögbundinn réttur barna til að búa við öryggi og velferð? Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að barn sem býr við heimilisofbeldi verður fyrir áhrifum þess og getur næmt auga greint birtingarmyndir þeirra áhrifa í hegðun barnsins. Heimilisofbeldi getur haft slæm áhrif á þroska og velferð barna og langtímaafleiðingar slíkrar heimilisaðstæðna fyrir börn geta birst í líkamlegum, félagslegum og sálrænum vandkvæðum. Börn hafa lögbundinn rétt til verndar og samfélagið ber samfélagslega ábyrgð á að framfylgja lögunum með inngripum. Þessar niðurstöður benda til þess að þekking og skilningur samfélagsins á áhrifum heimilisofbeldi á börn sé ekki nægur. Af þeim sökum er mikilvægt að halda áfram að rannsaka heimilisofbeldi og bæta þannig við fræðilega og samfélagslega þekkingu á sviðinu.

Accepted: 
  • May 10, 2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32854


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA ritgerð_SvavaHrund.pdf983.94 kBOpenComplete TextPDFView/Open
Skemman_yfirlysing.pdf37.39 kBLockedYfirlýsingPDF