is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32855

Titill: 
 • Valdefling í starfsendurhæfingu. Hvernig nýtist fagleg þekking félagsráðgjafa?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Þessi heimildarritgerð er lokaverkefni til BA-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Markmið hennar er að greina hvernig valdefling birtist í starfi með einstaklingum í starfsendurhæfingu og hvernig best sé að nálgast þennan hóp með valdeflingu hans að leiðarljósi. Einnig er markmiðið að varpa ljósi á þróun valdeflingarhugtaksins og gera grein fyrir því hvernig styrkleikar og fagleg þekking félagsráðgjafa nýtist í starfi með þeim sem að sækja starfsendurhæfingu og eru að komast af stað á ný eftir áföll, veikindi eða slys.
  Starfsendurhæfing snýst um að draga úr áhrifum sem að ýmiskonar heilsuvandi getur haft á líf einstaklinga, auka og viðhalda starfsgetu og stuðla að endurkomu á vinnumarkað. Rannsóknir hafa sýnt að starfsendurhæfing getur haft mikil áhrif á lífsgæði og velferð einstaklinga. Hún getur meðal annars ýtt undir virkni og jákvæða sjálfsmynd, aukið sjálfstraust og bætt andlega og líkamlega líðan.
  Hugtakið valdefling hefur verið viðtekið í starfsendurhæfingu. Kenningar um valdeflingu snúast um að auka lífsgæði einstaklinga í því umhverfi sem þeir eru, með áherslu á hæfni og styrkleika í stað takmarkana og veikleika. Rannsóknir sýna að árangursrík ráðgjöf í starfsendurhæfingu getur stuðlað að valdeflingu þeirra sem glíma við takmarkanir. Valdefling í starfsendurhæfingu getur meðal annars birst í því að einstaklingar hafi val, eflist, nái tökum á lífi sínu og geti haft áhrif á þá þjónustu sem þeir fá.
  Félagsráðgjafar byggja störf sín á faglegum grunni og hafa góða þekkingu á vinnuaðferðum sem geta nýst í starfsendurhæfingu. Þeir hafa trú á getu einstaklings til að nýta sér hæfileika sína og leggja áherslu á að veita hjálp til sjálfshjálpar. Þeir leitast við að draga úr hindrunum og nota styrkleika og bjargir, einstaklingsins og samfélagsins, til þess að auka lífsgæði einstaklinga. Í dag er lögð áhersla á að félagsráðgjafar noti þekkingu sína til að færa skjólstæðingi sínum styrk og aukin völd til að hafa áhrif á eigin aðstæður.
  Lykilorð: Starfsendurhæfing, valdefling og félagsráðgjöf.

Samþykkt: 
 • 10.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32855


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gog31_lokaskjal PDF.pdf531.97 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf905.42 kBLokaðurYfirlýsingPDF