is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32856

Titill: 
  • Viðskiptavinir framtíðarinnar: Hvernig eru íslenskir bankar að markaðssetja til barna og hvert er viðhorf fólks til slíkrar markaðssetningar?
  • Titill er á ensku Customers of the future: How are Icelandic banks marketing to children and what is people's attitude towards that type of marketing?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ungir neytendur eru almennt taldir vera mjög áhugaverður og aðlaðandi viðskiptavinahópur fyrir banka og fjármálastofnanir. Bankar gera sér vel grein fyrir því að framtíðar arðsemi og markaðshlutdeild tengist því beint hversu vel þessi fyrirtæki ná að tengjast og viðhalda ungum viðskiptavinum. Bankar hafa boðið börnum og unglingum upp á bankaþjónustu lengi vel og nýta ýmsar leiðir til að markaðssetja til barna. Þar eru íslenskir bankar ekki undanskildir en þeir hafa í fjölmörg ár stundað markaðsaðgerðir til barna í formi auglýsinga, markpósta, gjafa, styrkja, viðburða o.s.frv. Auglýsingar og markaðssetning til barna hefur verið gagnrýnd í nokkra áratugi sérstaklega vegna þess að börn eru talin vera berskjölduð fyrir markaðsaðgerðum og hafa ekki vitsmunaþroska til að skilja auglýsingar fyllilega. Þá hefur viðhorf fólks til slíkrar markaðssetningar verið almennt frekar neikvætt, þó ekki að öllu leyti en viðhorfið fer nokkuð eftir eðli markaðssetningarinnar.
    Markmið þessa verkefnis var að skoða hvernig íslenskir bankar eru að markaðssetja til barna. Að auki var markmið verkefnisins að kanna hvert viðhorf almennings er til markaðssetningar banka til barna. Með þessi markmið að leiðarljósi var leitast við að svara eftirfarandi rannsóknarspurningum; Hvernig eru íslenskir bankar að markaðssetja til barna? og Hvert er almennt viðhorf fólks til markaðssetningar banka til barna? Notast var við eigindlega aðferðafræði þar sem að tekin voru djúpviðtöl við þrjá markaðssérfræðinga hjá íslensku viðskiptabönkunum þremur: Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum. Einnig var notast við megindlega aðferðafræði til að kanna hvert viðhorf almennings er til markaðssetningu banka til barna þar sem spurningalista var dreift rafrænt til úrtaksins.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að íslenskir bankar nýta sér ýmsar markaðsaðferðir og leiðir til þess að markaðssetja til barna. Markmiðið með slíkum aðgerðum er að veita fræðslu, efla fjármálalæsi og kenna börnum að spara. Jafnframt er markmiðið líka að minna á sig, byggja upp jákvæða ímynd, viðhalda tryggð og rækta sambandið við viðskiptavini sína út ævina. Niðurstöður bentu einnig til þess að viðhorf fólks er almennt séð frekar neikvætt til markaðssetningar banka til barna, hins vegar er viðhorf fólks frekar jákvætt gagnvart einstökum markaðsaðgerðum eins og gjöfum, styrkjum, viðburðum eða fræðandi leikjum sem bankar bjóða börnum í markaðsskyni.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32856


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ms_ritgerd_HeiddisHaukdal.pdf804.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf1.01 MBLokaðurYfirlýsingPDF