is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32858

Titill: 
 • Útboðsskilmálar opinberra verklegra framkvæmda. Samanburður á þeim með hliðsjón af samningsbreytingum.
 • Titill er á ensku Tender terms for public construction projects. Comparison of tender terms with regard to contractual changes.
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginviðfangsefni þessarar ritgerðar er breytingar á samningum sem boðnir hafa verið út af Framkvæmdasýslu ríkisins og hvort skilmálar útboðsgagna varðandi breytingar á samningum á samningstímabili hafi tekið breytingum á undanförnum árum.
  Fyrst er farið yfir umfang opinberra innkaupa og þau sett í samhengi við þjóðhagsreikninga til að varpa ljósi á mikilvægi þeirra. Fjallað er um hlutdeild opinberra innkaupa af vergri landframleiðslu og útgjöld eftir málaflokkum. Á Íslandi er hlutdeild upphæða opinberra útboða um 14% af vergri landframleiðslu, sem er í samræmi við hlutfall hjá öðrum Evrópuþjóðum sem falla undir tilskipun Evrópusambandsins um opinber innkaup.
  Þá er farið yfir það regluverk sem gildir um opinber innkaup og forsaga þess rakin. Fjallað er um helstu breytingar á milli tilskipana Evrópusambandsins um opinber innkaup frá 2004 til 2014, er varða heimildir til breytinga á samningum og þau lög sem sett hafa verið af Alþingi um opinber innkaup. Einnig er getið um viðmiðunarfjárhæðir, tegundir innkaupaferla, framkvæmd þeirra, málskotsrétt og heimildir kærunefndar útboðsmála.
  Síðan er fjallað stuttlega um skipan opinberra framkvæmda, undirbúning, áætlun, útboðsskilmála, verklega framkvæmd útboðs og samning. Farið er yfir valdar úttektir, svonefnt skilamat, sem fara skal fram að lokinni framkvæmd útboðs. Í skilamati er fjallað um framkvæmd útboðs, hvernig framkvæmd tókst miðað við áætlun og í skilamati á að vera samanburður á áætluðum kostnaði og raunkostnaði framkvæmdar. Einnig á skilamat að innihalda samanburð á framkvæmd við aðrar hliðstæðar framkvæmdir.
  Þá er gerður samanburður á þeim skilmálum útboðsgagna er varða breytingar á samningum, fjallað um helstu ástæður samningsbreytinga og tilgreint skilamat vegna tiltekinna verkefna varðandi nýbyggingar og endurbætur.
  Að lokum er efni ritgerðarinnar tekið saman og gerð tilraun til að varpa ljósi á það hvort Framkvæmdasýsla ríkisins hefur brugðist við breytingum á samningum með breytingum á skilmálum útboðsgagna á undanförnum árum og áratugum. Þá er sérstök áhersla lögð á að greina umrædda skilmála með hliðsjón af ákvæði 90. gr. laga um opinber innkaup nr. 120/2016.

Samþykkt: 
 • 10.5.2019
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/32858


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ritgerð-endanleg_0109774449.pdf1.65 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing-0109774449-undirrituð.pdf383.77 kBLokaðurYfirlýsingPDF