is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32862

Titill: 
  • Ungir karlmenn sem verða öryrkjar. Hvað veldur og hvað er til ráða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Síðastliðinn áratug hefur ungum karlmönnum í hópi öryrkja verið að fjölga og eru þeir orðnir fleiri en konur í yngsta aldurshópi öryrkja. Flestir þessara karlmanna eru metnir sem öryrkjar vegna geðraskana. Þessi staðreynd hefur vakið fólk til umhugsunar um hvað gæti valdið þessum breytingum og hvernig sé hægt að komast til móts við þennan hóp. Í þessari ritgerð er reynt að komast til botns í málinu með því að skoða ólíka fleti sem gætu verið áhrifaþættir þess að ungir karlmenn þrói með sér geðraskanir og verði síðan öryrkjar. Einnig er farið yfir það hvaða lausnir eru í sjónmáli og hvernig sé hægt að sporna gegn fjölgun í þessum hópi öryrkja. Niðurstöður leiddu í ljós að málið er flóknara en svo að það sé hægt að rekja orsakir til eins ákveðins þáttar.
    Þróunin hefur verið að eiga sér stað síðan í kjölfar efnahagshrunsins árið 2008 og það má segja að ákveðin tengsl séu þar á milli enda urðu mikil stakkaskipti í íslensku þjóðfélagi á þeim tíma. Ungt fólk sem er hvorki í vinnu né skóla er líklegt til að þróa með sér vanlíðan og frekari vanda. Brottfall úr framhaldsskólum á Íslandi er það mesta sem gerist á Norðurlöndunum en líklegra er að drengir flosni úr námi en stúlkur. Umhverfisþættir hafa líka sín áhrif eins og uppeldisaðstæður barna en einnig notkun samfélagsmiðla. Orsakir geðraskana eru margþættar en neysla vímuefna getur meðal annars leitt til þeirra.
    Brýnt er að þessi mál fái viðeigandi lausn og þar verður allt samfélagið að taka þátt. Að grípa fyrr inn í persónulegan vanda einstaklings hefur ákveðið forvarnargildi á frekari vanda. Fjölmörg úrræði eru í boði hérlendis fyrir þennan hóp en lykilatriði er að almenningur sé meðvitaður um þau. Mikilvægt er að auka alla samvinnu og samþættingu í velferðarþjónustu til þess að sem flestir fái þann stuðning og ráðgjöf sem þörf er á. Ísland hefur ekki fylgt nágrannaþjóðum sínum á Norðurlöndum eftir í þróun örorkukerfisins en nú gæti farið að bera til tíðinda og hugsanlegar breytingar í býgerð.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32862


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð_Katla Einarsdóttir_pdf.pdf901.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing.pdf34.33 kBLokaðurPDF