is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32865

Titill: 
  • Fyrirtækjamenning BL
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrirtækjamenning er sú menning sem gerist innan veggja fyrirtækis og hún hefur áhrif á hegðun allra starfsmanna. Því má færa rök fyrir tengslum fyrirtækjamenningar og árangurs skipulagsheilda. Þessari rannsókn var ætlað að greina styrkleika og veikleika fyrirtækjamenningar bílaumboðsins BL ehf. Athugað var hvort mælanlegur munur væri á viðhorfi starfsmanna til fyrirtækjamenningar BL eftir því hvaða starfssviði þeir tilheyrðu, hvort þeir hefðu mannaforráð og hve lengi þeir hefðu starfað hjá fyrirtækinu. Til að svara rannsóknarspurningunum var notað líkan Denison (e. Denison organizational culture survey). Þátttakendur voru 58 og svarhlutfallið við spurningakönnunni var 22%. Niðurstöður sýndu að styrkleiki BL væri skýr sýn starfsmanna á hlutverk fyrirtækisins og stefnu þess. En það kom einnig fram að það skorti aukna samhæfingu og samþættingu og hugsanlega tregðu við breytingar. Lítið var um marktækan mun milli samanburðarhópa, enda var úrtakið lítið. Þó mældist sá munur að starfsmenn með mannaforráð fengu hærri einkunn úr undirvíddunum þróun mannauðs og hæfni og samkomulag. Einnig var sá munur á viðhorfi til fyrirtækjamenningar BL að söludeildin mældist með hæstu einkunn allra deilda innan fyrirtækisins. Ekki var mælanlegur munur eftir starfsaldri.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32865


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf46.72 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Fyrirtækjamenning BL .pdf1.85 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna