is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32866

Titill: 
  • Deilur um fyrstu stórvirkjun fallvatns á Íslandi: Barátta stuðningsmanna Dettifossvirkjunar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Um miðja 20. öldina hófu áhrifamenn í stjórnmálum og efnahagsmálum á Norður- og Austurlandi að berjast fyrir því að fyrsta stórvirkjun Íslendinga skyldi verða staðsett á Norðurlandi en ekki á Suðurlandi. Fjölmörg félagasamtök bænda, bæjarstjórnir og kvenfélög ljáðu málstaðnum lið og fljótt myndaðist fjölmenn hreyfing, sem stundum var nefnd „Dettifosshreyfingin“. Hún þrýsti á um að virkjað yrði við Jökulsá á Fjöllum til að bæta stöðu dreifbýlisins. Þeir notuðu aferðir sem kennd er við hagsmunagæslu eða lobbíisma og verður lagt út frá slíkri náglun í ritgerðinni. Baráttan leiddi til þess að þingsályktun var samþykkt árið 1961 þar sem kveðið var á um að virkjunarrannsóknir fyrir næstu stórvirkjun Íslendinga skyldu fara fram við Jökulsá. Fram að þeim tíma hafði rannsóknum verið dreift nokkuð jafnt á alla þá staði sem verkfræðingum og öðrum sérfræðingum þótti vera ákjósanlegastir. Lyktir málins urðu hins vegar þær að fallið var frá framkvæmdum við Dettifoss og ákveðið að virkja við Þjórsá og hefja framkvæmdir við Búrfellsvirkjun á Suðurlandi.
    Í ritgerðinni verður stuðst við hugmyndir um byggðajafnvægi til að greina helstu röksemdarfærslu stuðningsmanna Dettifossvirkjunar, sem gekk aðallega út á að það væri mikilvægt fyrir þjóðarbúið í heild að jafna stöðu landshluta og vinna gegn þeirri byggðaröskun sem fælist í fólksflutningum úr sveitum. Að lokum verður lagt mat á helstu ástæður þess að stjórnvöld ákváðu að hafna Dettifossi sem virkjanakosti.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32866


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bragi Lárusson - Deilur um fyrstu stórvirkjun Íslendinga.pdf488.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing bragi...pdf236.74 kBLokaðurYfirlýsingPDF