is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32868

Titill: 
  • Fjölskyldur fatlaðra barna: Reynsla þeirra af þjónustu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjölskyldur fatlaðra barna þurfa alla jafna á meiri þjónustu að halda vegna fötlunar barns síns heldur en fjölskyldur með ófötluð börn. Þá er mikilvægt að þjónustan sem þeim er veitt komi til móts við bæði þarfir barnsins og fjölskyldunnar í heild. Fjölskyldumiðuð þjónusta hefur reynst vel í vinnu með fjölskyldum fatlaðra barna en hún leggur áherslu á að auka lífsgæði allra í fjölskyldunni með því að vinna ekki eingöngu með barninu heldur allri fjölskyldunni. Gott samstarf á milli fagaðila og fjölskyldu er grundvallaratriði í nálguninni og er lagt áherslu á að upplýsingaflæði sé til staðar.
    Markmið þessarar ritgerðar er að taka saman þekkingu sem snýr að fjölskyldum með fötluð börn og þjónustu við þær. Leitast verður við að svara eftirfarandi spurningum: Hver er reynsla fjölskyldna fatlaðra barna af þjónustu? Hvernig geta félagsráðgjafar nýtt þekkingu sína í starfi með fötluðum börnum og fjölskyldum þeirra? Niðurstöður sýna að hægt er að rekja ánægju foreldra til þjónustu eftir því hversu fjölskyldumiðuð þjónustan er. Aftur á móti er lagt áherslu á skýr samskipti og upplýsingaflæði á milli fagaðila og fjölskyldu í þessari nálgun og virðast foreldrar ekki fá það uppfyllt. Þá sýna foreldrar yngri barna almennt meiri ánægju gagnvart þjónustu en verða gagnrýnni á hana eftir því sem börnin eldast. Félagsráðgjafar tilheyra einni af þeim fagstéttum sem þjónusta fatlað fólk en þekking og faglegt hlutverk þeirra gera þá vel til þess fallna að vinna að þörfum þeirra. Þá geta þeir gegnt mikilvægu hlutverki í vinnu með fjölskyldum fatlaðra barna þar sem fagstéttin leggur grundvallar áherslu á notkun heildarsýnar þar sem unnið er með hag fjölskyldunnar að leiðarljósi.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32868


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing.pdf133.49 kBLokaðurYfirlýsingPDF
Fjölskyldur fatlaðra barna.pdf473.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna