is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32869

Titill: 
  • Tak sæng þína og gakk. Um boðhátt í íslensku
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Af persónuháttunum þremur í íslensku máli hefur boðháttur hefur verið minnst rannsakaður. Boðháttur er myndaður á tvenna vegu; annars vegar stýfður boðháttur og hins vegar viðskeyttur boðháttur. Í íslensku nútímamáli er viðskeyttur boðháttur mun algengari en stýfður boðháttur og hér er fjallað um þennan mun með því að framkvæma rannsóknir í þremur málheildum: Sögulega íslenska trjábankanum, Textasafni Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Risamálheildinni. Í Trjábankanum og Textasafninu voru gerðar tvær leitir til þess að bera saman tíðni viðskeytts og stýfðs boðháttar í sögulegu samhengi. Sú rannsókn leiddi í ljós að stýfður boðháttur var í meirihluta dæma í fornu máli en viðskeyttur boðháttur varð algengari frá 17. öld.
    Leitin í Risamálheild skilaði samtímalegum niðurstöðum á boðháttarsögnum sem sýndi að stýfður boðháttur er lítið notaður í íslensku nútímamáli. Þar kom einnig í ljós að þegar stýfður boðháttur er notaður er hann oftast með persónufornafninu þú. Hér er svo fjallað um boðhátt sem hefur lítið verið rannsakaður og er í þessari ritgerð nefndur hálfstýfður boðháttur sem er boðháttur myndaður með u-brottfalli á viðskeyttum boðhætti. Leitin skilaði niðurstöðum hjá fimm sögnum og þar voru vera og halda algengastar, meira að segja algengari en í hefðbundnum stýfðum boðhætti.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32869


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Esther Erla Jónsdóttir - lokaritgerð.pdf392.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.jpg1.73 MBLokaðurYfirlýsingJPG