is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32870

Titill: 
  • "Allt fæst í Thomsens Magasíni" Rekstur og afkoma Thomsensverslunar Í Reykjavík 1905 - 1908
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Thomsenverslun lifði í þrjár kynslóðir (1837 – 1915). Stofnandinn, Ditlev Thomsen eldri, hóf reksturinn og byggði upp fyrirtækið af ráðdeild og útsjónarsemi í 20 ár. Næstu 40 ár rak sonur hans, Hans Theodor August, fyrirtækið. Hann efldi það til muna og gerði að langstærsta fyrirtæki landsins. Laust fyrir aldamótin 1900 tók þriðji ættliðurinn, Ditlef yngri, við fyrirtækinu og vildi gera það að verslunarstórveldi í anda þess sem gerðist erlendis. Hann var hugmyndaríkur og stórhuga maður, breytti nafni verslunarinnar í Thomsens Magasín og setti upp fjölda deilda. Blómatími fyrirtækisins voru árin 1900 – 1905, en eftir það fór að koma í ljós að boginn hafði verið of hátt spenntur. Í þessu verkefni kannaði höfundur bókhaldsgögn fyrirtækisins, sem eru geymd í Þjóðskjalasafni Íslands og gerði ársreikninga fyrir árin 1905 – 1908, reiknaði út veltu og afkomu fyrirtækisins á þessum árum og braut reksturinn til mergjar. Niðurstaðan er sú að skipulegt undanhald hafi byrjað árið 1906 og stóð yfir allt þar til dyrunum var endanlega lokað 1915. Þetta var dæmigert fyrirtæki danskra kaupmanna á Íslandi á sínum tíma, stærst þeirra og glæsilegast. Það sem líklega felldi fyrirtækið var vaxandi þjóðerniskennd Íslendinga og þar með andstaða gegn Dönum, en ekki síður of miklar fjárfestingar sem erfitt var að fjármagna og láta standa undir sér. Fyrirtækið var framsækið og á árunum 1895 – 1900 var þar við lýði nútímalegt kaupaukakerfi, sem yfirmenn þess nutu góðs af. Fyrirtækið var þýðingarmikið í íslensku samfélagi og greiddi starfsfólki sínu almennt betri laun en þá tíðkuðust. Á velmektarárum sínum stóð fyrirtækið undir um hálfu prósenti af landsframleiðslu Íslands. Fyrirtækið var þekkt fyrir gífurlegt vöruúrval, en athyglisvert er að allur innflutningur fór í gegnum einkafirma eigandans í Kaupmannahöfn og var skuldfærður á deildirnar á búðarverði, fyrirkomulag sem síðar varð þekkt sem „hækkun í hafi“.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32870


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ólafur Haraldsson - BA ritgerð loka.pdf2.07 MBLokaður til...22.06.2019HeildartextiPDF
Ólafur Haraldsson - BA ritgerð yfirlýsing.pdf265.15 kBLokaðurYfirlýsingPDF