is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32871

Titill: 
  • Starfsánægja kennara í Fjarðabyggð. Tengsl starfs- og lífaldurs og starfsánægjuþátta
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að kanna starfsánægju kennara í Fjarðabyggð og athuga hvort tengsl séu á milli starfs- og lífaldurs annars vegar og starfsánægjuþátta hins vegar. Þátttakendur í rannsókninni voru kennarar sem starfa í grunnskólunum fimm í Fjarðabyggð. Alls tóku 39 kennarar þátt í rannsókninni af 63 sem var boðin þátttaka, svarhlutfall var því 62%. Notast var við megindlega rannsóknaraðferð þar sem mælitæki rannsóknarinnar var spurningalisti.
    Niðurstöður starfsánægju voru skoðaðar í heild sinni og einnig var athugað hvort tengsl væru á milli starfs- og lífaldurs og starfsánægjuþátta. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að kennararnir í Fjarðabyggð reyndust alla jafna ánægðir í starfi. Ánægðastir voru þeir með starfsánægjuþáttinn yfirmenn og eðli starfs. Óánægðastir voru þeir með starfsánægjuþáttinn laun. Starfsaldur hafði ekki marktæk áhrif á starfsánægju kennara í Fjarðabyggð en hins vegar voru vísbendingar um að þeir sem nýlega voru byrjaðir að starfa við kennslu og þeir sem starfað höfðu lengst, í 21 ár eða meira, væru ánægðari en allir aðrir starfsaldurshópar með alla áhrifaþætti starfsánægju. Þegar skoðuð voru tengsl á milli lífaldurs og starfsánægju fannst ekki marktækur munur á fjórum af sex starfsánægjuþáttum. Marktækur munur var á starfsánægjuþættinum starfsþróun en elsti aldurshópurinn, sem tilheyrir Uppgangskynslóðinni (61 - 70 ára), virtist meta starfsþróun meira en aðrir hópar. Þá voru vísbendingar um að kynslóð X (aldurshópar 41 - 50 ára og 51 - 60 ára) mæti starfsöryggi mikilvægast fyrir sig í sínu starfi. Áhugavert væri að framkvæma rannsóknina með fleiri þátttakendum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32871


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Starfsánægja kennara í Fjarðabyggð - tengsl starfs- og lífaldurs og starfsánægjuþátta - Lokaskil.pdf1.04 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlýsing um meðferð lokaverkefna.pdf295.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF