Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32872
Þessi lokaritgerð er unnin til B.Ed. gráðu við deild faggreinakennslu menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Ritgerðin fjallar um þróun markmiða í stærðfræði í námskrám frá 1960 til 1999. Farið er yfir fræðilega umfjöllun um námskrá og því næst markmið þriggja námskráa, sem gefnar voru út 1960, 1989 og 1999. Að lokum eru markmiðin borin saman og sett í samhengi við fræðilega umfjöllun. Í ljós kom að eftir því sem nær dregur nútímanum verða markmiðin líkari hugmyndafræði Bobbitt og Tyler. Þeir byggðu stefnu sína á því að markmið eigi að upplýsa hvernig námið breytir nemandanum. Markmiðin eiga að vera skýr og nákvæm og sýna fyrirfram hvert leið nemenda liggur í gegnum námið áður en nemandi hefur skólagöngu sína. Að auki bera námskrárnar með sér auðsýnilegan tíðaranda þess tíma sem þær voru gefnar út og að miklar samfélagsbreytingar höfðu átt sér stað á þessu 39 ára tímabili. Það sýnir fram á að nauðsynlegt er að endurnýja námskrána reglulega til að vera í takt við tímann.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaritgerð.pdf | 379,6 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing lokaverkefni.pdf | 181,6 kB | Lokaður | Yfirlýsing |