is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32873

Titill: 
  • Sjónarhorn á sannleikann: Sannleikshugtakið í verkum Nietzsches
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sannleikurinn er eitt af fyrirferðarmestu viðfangsefnum heimspekinnar og hefur verið skrifað um það alveg frá upphafi hennar. Það er ekki aðeins heimspekin þar sem sannleikshugtakið er mikilvægt því að nánast allar fræðigreinar hafa það að leiðarljósi. Eins og flest stór viðfangsefni viðfangsefni heimspekinnar er sannleikurinn hugtak sem flestir skilja en enginn getur sagt nákvæmlega hvað það þýðir. Margir í gegnum sögunna hafa reynt að útskýra það en fáir hafa komið með jafn róttækar hugmyndir það eins og þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche (1844-1900). Í skrifum sínum leggur hann fram gagnrýni á hugmyndina um hlutlægan sannleika sem flestir mikilvægustu heimspekingar sögunnar eins og Platon, Descartes og Kant höfðu talað fyrir. Í þessari ritgerð verða skoðaðar þrjár af slíkum túlkunum í þeim tilgangi að fá skýrari hugmynd um sannleikshugtakið eins og það birtist í verkum Nietzsches. Í fyrstu verður skoðuð túlkun Martins Heidegger á sannleikanum hjá Nietzsche. Túlkun hans málar sannleikann sem frumspekilegt fyrirbæri en ekki bara þekkingarfræðilegt og segir að Nietzsche lítur á sannleikann sem afleiðingu gildismats. Næst verður litið á túlkun Alexanders Nehamas sem skoðar sjónarhornshyggjuna sem Nietzsche er oft kenndur við. Sjónarhornshyggjan verður skoðuð sem leið til þess að komast hjá því að binda sig við eitt form hugsunar og hvernig hún greinir sig frá afstæðishyggju og pragmatisma. Að lokum verður skoðuð túlkun Gilles Deleuze sem lítur á sannleiksgagnrýni Nietzsches sem tilraun til að komast hjá meinlætahugsjónum og tómhyggju og leið til að komast að nýrri ímynd hugsunar.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32873


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.A. Ritgerð.pdf242.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlysing.pdf334.37 kBLokaðurYfirlýsingPDF