is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32880

Titill: 
  • „Hjartað seig í rassinn niður"
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.A-. prófs í íslensku. Í þessari ritgerð verður gerð tilraun til þess að rannsaka nokkra þætti er varða íslenskan rímnakveðskap, meðal annars samband rímna við Íslendingasögur í kveðskap Símonar Bjarnarsonar Dalaskálds. Hann var eitt helsta rímnaskáld síns tíma hér á landi á tíma rómantíkurinnar, tók ungur að yrkja og er jafnframt talinn eitt afkastamesta skáld Íslandssögunnar. Hann orti einkum rímur úr Íslendingasögunum sem jafnframt er hans helsta einkenni og talið er að hann hafi samið minnst 10 slíka rímnaflokka. Áhersla verður lögð á eina rímu eftir Símon Bjarnarson Dalaskáld, Rímur af Hávarði Ísfirðing og hvernig vinnubrögðum hann beitir. Markmið rannsóknarinnar á þessum rímum er að reyna að varpa ljósi á ýmsa þætti þegar kemur að því hvernig Símon breytir frásögninni yfir í bundið mál og að hvaða marki hann víkur frá prósa Hávarðar sögu Ísfirðings. Meginniðurstaðan er að Símon Dalaskáld fór með sínar eigin áherslur þegar hann færir frásögn Hávarðar sögu yfir í rímnaformið. Hann velur og hafnar atriðum sögunnar af eigin geðþótta og býr til persónulegar viðbætur við rímurnar sem ekki finnast í frumheimild, sérstaklega þegar kemur að ástarlýsingum. Náttúrulýsingum bregður einnig fyrir í rímum Símonar, þar á meðal í Hávarðar rímum þar sem náttúran er persónugerð og líkist það nokkuð þeim straumum í bókmenntum sem þá þegar höfðu rutt sér til rúms, þ.e. rómantísku stefnunni. Símon beitir einnig flóknu skáldamáli og virðast ákveðnar kenningar og heiti vera í meira uppáhaldi hjá honum en önnur.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32880


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerd_til_sendingar_skemman.pdf769.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
yfirlysing_2019-05-09_15-40-25.pdf308.88 kBLokaðurYfirlýsingPDF