is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32881

Titill: 
  • Er ekki titillinn erfiðastur?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nær ekkert hefur verið skrifað um stöðu neitunar á undan frumlagi á íslensku, en sú orðaröð getur verið notuð í já/nei-spurningum (Kemur ekki ruslabíllinn í fyrramálið?), hv-spurningum (Af hverju hringdi ekki vekjarinn?) og í staðhæfingum (Eðli málsins samkvæmt þá klárast ekki peningarnir alls staðar). Í þessari ritgerð er fjallað um tvær rannsóknir sem voru gerðar á orðaröðinni neitun-frumlag.
    Annars vegar var náttúrulegra gagna aflað í Risamálheildinni og fleiri en þúsund dæmi greind úr þeim leitum með tilliti til ýmissa málfræðilegra þátta: tíðar, persónu og tölu sagnarinnar, hver sögnin var, myndar, atkvæðafjölda í sögn og gerð frumlags, þ.e. hvort það sé ákveðinn nafnliður eða sérnafn. Þegar spurningar voru greindar var einnig litið til þess hvort spurningin var mælskuspurning; þ.e. spurning þar sem spyrjandi býst ekki í raun við svari. Í tilviki hv-spurninga var spurnarorðið greint, og í tilviki staðhæfinga var kjarnafærður liður greindur að auki. Ég komst að því að já/nei-spurningar með neitun á undan frumlagi eru tiltölulega algengar, eða 31,8% af öllum já/nei-spurningum, og hv-spurningar með þessa orðaröð eru 8,6% af öllum hv-spurningum. Miðað við algengi þessara setninga kemur enn frekar á óvart hve lítið hefur verið skrifað um þessa orðaröð. Staðhæfingar voru þó mun sjaldgæfari, en einungis 0,7% staðhæfinga voru með orðaröðina neitun-frumlag.
    Hins vegar var framkvæmt dómapróf þar sem 650 þátttakendur gáfu 18 setningum með orðaröðina neitun-frumlag einkunn, en 36 uppfyllingarsetningar voru í könnuninni að auki. Einkunnir voru greindar eftir setningagerð (já/nei-spurningar, hv-spurningar og staðhæfingar) og með tilliti til félagslegra breyta: Kyns, aldurs og menntunarstigs. Dómaprófið var til að bera saman notkun mismunandi setninga með neitun á undan frumlagi, ekki til að bera saman orðaröðina neitun-frumlag við frumlag-neitun, þar sem augljóst er að sú síðarnefnda er ómörkuð miðað við neitun-frumlag. Einkunnir úr dómaprófinu sýna að já/nei-spurningar eru oftar taldar gildar miðað við hv-spurningar eða staðhæfingar, sem er í samræmi við leitarniðurstöður úr Risamálheildinni. Aftur á móti kom á óvart að staðhæfingar og hv-spurningar fengu sömu meðaleinkunn, þó staðhæfingar hafi verið miklum mun sjaldgæfari í leitum.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32881


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Er ekki titillinn erfiðastur?.pdf376.05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing.pdf118.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF