is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32882

Titill: 
  • Ísland og Líbíustríðið. Afstaða stjórnvalda til hernaðaraðgerða NATO árið 2011
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um Líbíustríðið árið 2011 með sérstakri áherslu á afstöðu íslenskra stjórnvalda til borgarastyrjaldarinnar og hernaðaraðgerða NATO. Vinstri stjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs studdi hernaðaríhlutun NATO í umboði Sameinuðu þjóðanna, en það var Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, sem átti mestan þátt í að móta stefnu Íslands. Sýnt verður að málið olli spennu í stjórnarsamstarfinu, enda var VG í raun andvígt hernaðarafskiptum NATO, þótt flokkurinn hafi ekki látið það varða stjórnarslitum. Sjónum er beint að því hvernig ríkisstjórnarflokkarnir túlkuðu stuðning stjórnvalda við íhlutun NATO, sem gerði það að verkum að Ísland varð aðili að Líbíustríðinu sem eitt bandalagsríkjanna. Almenn samstaða myndaðist á Alþingi um mannúðaraðgerðir í Líbíu, en aðkoma NATO var umdeildari, eins og kemur fram í greiningu á viðhorfum stjórnarandstöðunnar í Líbíumálinu. Einnig verður vikið að viðbrögðum stjórnvalda við hugmyndum um að koma að uppbyggingu landsins eftir endalok borgarastríðsins. Þá er umfjöllun um Líbíustríðið í íslenskum fjölmiðlum sett í samhengi við atburðarás hernaðaraðgerða og umfjöllun um það erlendis. Loks er vikið að afleiðingum stríðsins með því að fjalla um núverandi stöðu mála í Líbíu, en borgarastyrjöld geysar þar enn.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32882


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Karen-Lilja-BAritgerd-sagnfraedi.pdf707,44 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Doc-1.pdf130,15 kBLokaðurYfirlýsingPDF