is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/32885

Titill: 
  • Hin hliðin á peningnum: Kynbundinn launamunur í ljósi kenninga Nietzsches og sjónarhólskenninga femínískrar þekkingarfræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að rannsaka kynbundinn launamun út frá heimspeki þýska heimspekingsins Friedrich Nietzsche. Nietzsche var heimspekingur gilda – fyrir honum var allt gildi. Í fyrsta hluta þessarar ritgerðar verður greint frá þeirri skoðun hans; hvað hún feli í sér, sem og hvað það sé sem móti gildismat mannsins. Í heimspeki Nietzsche er enginn sannleikur mögulegur sem er sannur „í sjálfum sér“, allt er litað gildismati þeirra sem í hlut eiga. Út frá kenningunni um viljann-til-valds má túlka sannleikann sem niðurstöðu pólitískrar og menningarlegrar valdabaráttu, þar sem hin valdameiri hafa ákvörðunarvald yfir því hvað sé talið rétt, gott, mikilvægt – og hvað sé síður.
    Kenningar hans um sifjafræði siðferðisins eru reifaðar í öðrum kafla ritgerðarinnar. Þær fela í sér tilgátur um þróunarsögu mannlegs siðferðis frá því að maðurinn hóf að mynda samfélag. Mikilvægast til rannsóknar fyrir þessa ritgerð er þrælasiðferðið – siðferði sem viðbragð frekar en skapandi siðferði höfðingjans – siðferði samanburðar og öfundar. Öfund þrælsins í garð höfðingjans varð að skapandi aflvaka hugmyndakerfis gyðing-kristilegra trúarbragða. Ríkjandi gildi þrælsins leiddi af sér grunnfærnislegt viðhorf til gildismats – að allt virði væri mælanlegt í peningum. Færð verða rök fyrir því að peningar séu mjög svo háðir ríkjandi skoðunum samfélagsins hverju sinni, og þannig ekki ósnertanlegir frá áhrifum gildismats valdhafa. Í ljósi þess er kynbundinn launamunur ræddur, og sýnt verður fram á kynbundinni skekkju í vermærðmætamati samfélagsins.
    Ritgerðinni lýkur á því að farið er yfir kenningar um heimspeki líkamans, og kenningar í femínískri þekkingafræði um sjónarhóla. Femínískir heimspekingar hafa í seinni tíð tekið upp þráðinn þar sem frá var horfið, og þróað hugmyndir í anda Nietzsches um staðsetta þekkingur frekar. Þær kveða á um að ómögulegt sé að tala um þekkingu sem „ómengaða“ eða frjálsa undan þeim sem býr yfir henni. Það hver við erum, hvar við erum staðsett í samfélaginu og hvaða reynslu við búum yfir, hefur allt áhrif á gildismat okkar. Til að hlutlægni sé „hámörkuð“ þurfa fleiri að koma að borðinu þegar kemur að mótun og öflun þekkingar. Þannig gætum við rétt af þann kynbundna halla sem er á verðmætamati samfélagsins.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32885


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hin hliðin á peningnum – Eydís Blöndal.pdf439,05 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Eydís yfirlýsing.pdf140,61 kBLokaðurPDF