is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32886

Titill: 
  • Betur má ef duga skal
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Horfur hvers samfélags og framtíð þess byggist á aðstæðum og uppvaxtar skilyrðum barna, þar á meðal skilnaðarbarna. Á Íslandi, sem og í öðrum velferðarríkjum, jókst skilnaðartíðni og fjölgaði sambúðarslitum á síðastliðinni öld. Skilnaðartíðnin náði hámarki á Íslandi um 1980, hefur haldist nokkuð stöðug síðan og er nú um 40%, sem er sambærilegt og í öðrum velferðarríkjum. Í kjölfar þessarar þróunar fylgja áskoranir fyrir samfélagið og ekki síst fyrir börnin. Þau flækjast í skilnaðarferlið sem getur verið mismunandi slæmt eða gott eftir ástæðum skilnaðar, samstarfi og samskiptum foreldra, úrræðum og áhrifum í umhverfinu. Sum missa tengsl við foreldra sína í kjölfar skilnaðar. Rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er fyrir sjálfsmynd, þroska og velferð barna að vera í nánum tengslum við foreldra sína eða forsjáraðila. Markmið með ritgerð þessari var að skoða umhverfi barna við skilnað og hvað hafa ber í huga fyrir foreldra og samfélagið til að velferð barnanna sé tryggð sem best. Helstu niðurstöður leiddu í ljós að ágreiningur foreldra hefur slæm áhrif á líðan og velferð skilnaðarbarna og hversu vel þau ná að aðlagast breyttum aðstæðum í kjölfar skilnaðarins. Einnig kom í ljós að þeim börnum sem voru í nánu sambandi við báða foreldra sína eftir skilnað leið betur en þeim sem gerðu það ekki. Jöfn búseta barna hefur verið ein leið til að tryggja sem besta tengslamyndun barna við báða foreldra eða forsjáraðila eftir skilnað. Niðurstöðum um ánægju skilnaðarbarna af því að búa við jafna búsetu bar þó ekki saman. Á meðan sumum börnum þótti fyrirkomulagið henta þeim vel fundu önnur fyrir rótleysi. Má því álykta að ekkert eitt fyrirkomulag henti öllum börnum jafnt.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32886


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bbe4_BA_pdf.pdf585.24 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
bbe4_yfirl.pdf162.54 kBLokaðurYfirlýsingPDF