is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/32887

Titill: 
  • Eru hampjurtin og kannabis lyf fyrir sjúklinga? Áhrif CBD á einkenni sjúkdóma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
  • Kannabisplantan hefur í þúsundir ára verið notuð sem lyf til þess að slá á einkenni ýmissa sjúkdóma, þá sérstaklega höfuðverki og mígreni. Kannabis er einær planta sem skiptist í þrjár undirtegundir; Cannabis sativa, Cannabis indiga og Cannabis ruderalis. Nú til dags er kannabis ræktað á flestum svæðum heimsins þó ekki í rökum suðrænum hitabeltiskógum. Kannabis var fyrst notað til lækninga í Evrópu í kringum 1840. Þegar misnotkun kannabis jókst á hippatímanum dró úr notkun þess til lækninga. Kannabisplantan inniheldur bæði Delta-9-tetrahydrocannabinol (THC) sem er vímugefandi efni og Cannabidiol (CBD) sem veldur ekki vímu. CBD hefur töluvert mikið verið rannsakað og bendir margt til þess að það sé hægt að nýta það á fjölbreyttan hátt til lækninga. Lífræðileg áhrif kannabis á mannslíkamann stafa af taugafrumu-viðtökum sem það binst við. Tvær gerðir af þessum viðtökum eru í mannslíkanum; cannabinoid receptor type 1 (CB1) sem er helst að finna í heilanum og cannabinoid receptor type 2 (CB2) sem finnst aðallega í tauga- og ónæmiskerfinu. Rannsóknir sýna að CBD er hægt að nota sem lyf við ýmsum sjúkdómseinkennum og þá aðallega í heila og taugakerfi þar sem það binst ekki CB1 og CB2 viðtökunum og veldur þannig ekki vímuáhrifum. Lagaumhverfi kannabis og þar af leiðandi CBD er flókið og löggjöf landa mjög mismunandi. Allt frá algjöru banni eins og á Íslandi og yfir í frjálslyndari löggjöf eins og í Úrúgvæ í Suður-Ameríku en þar í landi er ræktun og sala leyfð undir opinberu eftirliti.

Samþykkt: 
  • 10.5.2019
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/32887


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_Kristinn_juniusson_lokaskjal.pdf544.08 kBOpinnPDFSkoða/Opna
kristinn yfirlýsing.pdf300.49 kBLokaðurPDF