en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/3289

Title: 
 • Title is in Icelandic Áhættuþættir áverka á fremra krossbandi og hugleiðingar um hvernig áverkinn gerist
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Þessi ritgerð fjallar um megin áhættuþætti meiðsla eða slits á fremra krossbandi í hné og líkurnar á að hljóta slíkan skaða. Slit á fremra krossbandi eru algeng meiðsl í íþróttum, ekki síst á meðal kvenna. Almennum áhættuþáttum er skipt niður í þætti í umhverfinu annars vegar og þætti innan líkamans hins vegar, en þeir eru líffærafræðilegir þættir, hormónar og
  hreyfistjórn. Hægt er að tengja þessa þætti síðan við kyn, aldur, þyngd, fjölskyldusögu,
  líkamsgerð, vöðvastyrk, samhæfingu og þreytu, á meðan þættir í umhverfinu taka til
  leikvallar, tegundar gólfs, viðnáms og skóbúnaðar ásamt krafna um hreyfistjórn með tilliti til umhverfisins í margbreytilegu umhverfi þar sem þarf að taka eftir og bregðast við hreyfingum annarra eins og í kappleik og bregðast við þeim á réttan hátt.
  Að auki er stutt umræða um algengustu aðstæðurnar sem geta leitt til meiðsla á fremri krossböndum og hvernig áverkinn gerist.
  Niðurstaða þessarar heimildaritgerðar er að það eru margir þættir, bæði innan og utan
  líkamans sem geta verið áhættuþættir fyrir meiðsl á fremra krossbandi en líklegast er um
  flókið samspil samverkandi þætta um að ræða í flestum meiðslunum.

Accepted: 
 • Jan 30, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/3289


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Helgi_Steinar_Andresson_fixed.pdf179.38 kBOpenHeildartextiPDFView/Open